Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 20
gangi hann ekki til verksins og Boili hlýðir vilja
hennar. Hann situr þó hjá í bardaganum, allt
þar til Kjartan hvetur hann til að „...veita öðr-
um hvorum.“ Kjartan veit jafnvel og Bolli að
Bolli getur ekki snúist til liðs við sig gegn mág-
um sínum. Það hefði þotið í Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur hefði Bolli snúið heim og tilkynnt henni
að sér hefði snúist hugur og þeir Kjartan hefðu í
sameiningu vegið bræður hennar. Bolli á engan
annan kost en að snúast gegn Kjartani enda er
það einmitt það sem Kjartan ætlast til að hann
geri. Kjartan, dramatískur í hugsun, hefur
skyndilega fengið þá hugmynd að píslarvættið
henti sér ágætlega. Hann kastar frá sér sverði
sínu. Sú athöfn er ekki framkvæmd af lítillæti
eða auðmýkt heldur, eins og margar fyrri at-
hafnir hans, af tilfinningahita. Bolli stendur
andspænis Kjartani með sverð í hendi og hlýtur
að vinna níðingsverk.
Guðrún fölnar við fréttina af vígi Kjartans.
Hún elskaði Kjartan en hann hafði misboðið
henni og hún gat ekki leyft honum að lifa í
faðmi annarrar konu, enda felst huggun hennar
í harmi Hrefnu.
Eftir lát Kjartans tekur Guðrún á sig gervi
hinnar tryggu eiginkonu og sambúð þeirra
Bolla sýnist mun betri en áður. „Þyki mér nú
það vitað að þú vill ekki gera í móti skapi
rnínu," sagði Guðrún þegar Bolli sneri heim
eftir víg Kjartans. Bolli sannaði völd hennar í
hjónabandinu þegar hann lét að vilja hennar í
máli sem skipti hana öllu. Um stund er kyrrð í
hjónabandi Guðrúnar og Bolla en bæði hljóta
að vita af yfirvofandi hefnd. Og hefndin kemur.
Aðför er gerð að Bolla og hann veginn.
Þegar banamenn Bolla ganga burt eftir víg
hans fylgir Guðrún þeim úr garði eins og væru
þeir kærkomnir gestir. „Hún vildi vita sem gjör-
st hverjir menn hefði verið í þessari ferð,“ segir
Halldór bróðir Kjartans. Sú skýring er æði
langsótt. Það má teljast furðulegt ef annáluð
gáfukona þekkir ekki menn sem búa í næsta
nágrenni við hana. Miklu líklegra er að þessi
stoita kona hafi ekki ætlað að gera banamönn-
um manns síns það til geðs að láta þá sjá á sér
sorg. Henni er umhugað um að halda reisn
sinni og hún hleypir sorginni ekki að.
Bolli er fallinn en Guðrún stendur ekki ein. í
bakgrunni sögunnar er maður sem fylgst hefur
með lífi hennar. Sambandi þeirra hefur ekki
verið mikill gaumur gefinn, meiri áhuga hafa
eiginmenn og opinberir elskhugar Guðrúnar
vakið. Þó er þessi maður sá eini karlmaður sem
Guðrún hefði illa getað verið án. Eyrbyggja
lýsir Snorra goða sem vitrum manni, langrækn-
um og heiftúðugum.
Hann er nokkru eldri en Guðrún þó munar
þar varla meira en 10 árum. I samskiptum
þeirra Guðrúnar geysa ekki stormar heldur rík-
ir þar gagnkvæm virðing og óvenjumikil hlýja.
Bjáti eitthvað á í einkalífi, sem er æði oft, þá
leitar Guðrún til Snorra. Það er hann sem fóstr-
ar son hennar af öðru hjónabandi og eftirlætis-
sonur Guðrúnar, Bolli Bollason, verður síðar
tengdasonur hans. Guðrún sendir eftir Snorra
þegar Bolli hefur vegið Kjartan og sömuleiðis
eru honum gerð boð eftir víg Bolla. Það er
stuttu eftir það sem Snorri skiptir bústöðum við
Guðrúnu sem ekki vill búa í nánd við bana-
menn manns síns. Skiptin eru Snorra síst í hag,
hann flyst úr sveit þar sem hann hafði öll völd í
annað hérað þar sem staða hans er langt frá því
að vera örugg. Ef til vill er þetta óvarkárasta
ákvörðun sem Snorri tók um ævina. Hinn var-
færni pólitíkus tók hag annars aðila fram yfir
sinn eigin og braut þar með gegn boðorði sem
hann hafði gert að lífsstefnu sinni. Hann gerði
það vegna Guðrúnar.
í Snorra goða virðist Guðrún hafa fundið
föðurímynd, trúnaðarvin og hugsanlega elsk-
huga. Á andlega sviðinu á Guðrún meira skylt
við Snorra goða en nokkurn eiginmanna sinna.
Konan er stórvitur, þann eiginleika skal ekki
reynt að hafa af henni hér. Enginn eiginmanna
hennar hefur vitsmuni á við hana (Þórður Ing-
unnarson kemst þó næst því) enda leitar hún
sjaldnast ráða þeirra. Hún treystir Snorra goða
og ásamt föður hennar er Snorri eini karlmað-
urinn sem hún ber virðingu fyrir. Fáar persónur
Laxdælu eru jafn líkar og þau skötuhjúin, vitur,
slæg og sérhagsmunaseggir ágætir. Hér skal
ekkert fullyrt um eðli sambands þeirra en engin
fásinna er að ímynda sér að einhvern tíma á
viðburðaríkri ævi hafi þau átt blómlegt ástar-
samband á líkamlegu jafnt sem andlegu sviði.
Guðrún flyst tii Helgafells, bústaðar Snorra,
og hann tekur við búi hennar í Tungu. Guðrún
er ekkja í 13-14 ár eftir lát Bolla. Þorgils Höllu-
son er einn aðdáenda hennar frá þeim tíma.
Laxdæla lýsir honum svo: „Þorgils var mikill
maður og vænn og hinn mesti ofláti, engi var
hann kallaður jafnaðarmaður.“ Hávarðar saga
20