Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 21

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 21
ísfirðings lýsir honum á annan veg: „Hann var hinn mesti ágætismaður og fullhugi.“ Höfund- ur Laxdælu er Þorgilsi andsnúinn, enda litlir kærleikar með Þorgilsi og Snorra goða og á höfundur því erfitt með að láta hann njóta sannmælis. Hins vegar er eins og höfundur viti stundum betur af mannkostum Þorgils en hann vill vera láta. Mikil vinátta er með þeim Þor- leiki, eldri syni Guðrúnar og Bolla, og nemur Þorleikur af honum lög. I samskiptum sínum við Þorgils sýnir Guðrún að hún hefur engu gleymt og fátt eitt lært nema ef til vill það að fara að takmarki sínu af meiri hægð en áður. Þorgilsi eru búin sömu örlög og bóndum hennar Þorvaldi og Bolla, hann er enn eitt verkfærið í höndum Guðrúnar. Þorvald notaði Guðrún til að ná undir sig fjármunum. Bolla var úthlutað það hlutverk að vega elsk- huga hennar. Þorgilsi er ætlað að standa fyrir hefnd vegna vígs Bolla. Guðrún heitir Þorgils eiginorði taki hann að sér hlutverkið, en hefur á því loforði undirmála sem Þorgils áttar sig ekki á. Guðrún hefur beðið í rúm 12 ár eftir tækifæri til að hefna Bolla. Biðin stafar af því að hún hefur beðið þess að synir sínir yrðu vaxnir og gætu tekið þátt í aðför að banamönnum manns hennar. En þegar til kemur þá er eins og fát sé á Guðrúnu. Hún hefur ekki augljósan vilja í mál- inu, vill hefnd, veit þó ekki nákvæmlega hvar best sé að hefndin komi niður. Það er eins og Bolli sé orðinn að fjarlægri minningu, en hún muni að eitthvað hafi verið gert á hluta sinn og sonanna og þess beri að hefna. Hún leitar til Snorra goða og telur upp þá menn sem voru í aðför að Bolla en í hvert sinn bannar Snorri að vegið sé. En Guðrún vill að einhver falli og til þess velur Snorri Helga Harðbeinsson. Guðrún lýtur vilja Snorra. Það fer svo að Helgi Harðbeinsson er felldur. Og þegar Þorgils minnir Guðrúnu á loforð sitt útskýrir Guðrún undirmála samnings þeirra fyrir honum. Hann telur sig illa leikinn og Þor- leiki, syni Guðrúnar, líkar einnig illa framkoma móður sinnar en fær fátt eitt gert. Guðrún býðst til að gefa Þorgilsi gjafir. Hún telur að flest megi bæta og laga með gjöfum en Þorgils er ekki barn sem hugga má með glingri. Hann fer á brott og þykist svikinn. Snorri goði vill koma vinkonu sinni í hjóna- band og líkt og faðir hennar áður velur hann handa henni eiginmann sem hún samþykkir. Höfðinginn Þorkell Eyjólfsson er næsti eigin- maður Guðrúnar. Hjónabandið hefst með ósköpum. í brúðkaupsveislunni er sekur mað- ur, Gunnar Þiðrandabani, sem Guðrún heldur hlífiskildi yfir en brúðguminn á sökótt við. Þorkell vill manninn handtekinn en þá rís brúð- urin upp, er hin versta og hvetur menn sína til að duga vel móti mönnum eiginmannsins. Lík- ast til hefði þarna orðið skjótur endir á hjóna- bandinu hefði Snorri goði ekki gengið á milli og farið samningaleiðina. Málalyktir verða þær að Þorkell lætur undan vilja eiginkonu sinnar enda er viss undirgefni árangursríkust í samskiptum við Guðrúnu. Hjónaband þeirra Þorkels lánast vel og þó hann sé sagður höfðingi mikill þá virðist hann háður konu sinni. Guðrúnu er ætlað að lifa mann sinn. Hann drukknar í Hvammsfirði. A síðustu hjúskaparárum sínum, og sérstak- lega í ekkjustandi sínu, tekur þessi afkasta- mikla kona að daðra við Krist. Framkvæmdir hennar á því sviði bera vott um að verið sé að búa í haginn fyrir annað líf. Sérhagsmunastefn- an er enn í fullu gildi. Fyrir utan þær stundir sem Guðrún á með Kristi hefur hún helst gleði af börnum sínum og barnabörnum. Skynsamastur sona hennar er Þorleikur Bollason, en sá sem hún hefur mesta ást á er Bolli Bollason, prúðbúið eftirlætisbarn, sem minnir mest á vel skreyttan jólapakka þar sem skreytingin gegnir því hlutverki að leyna innihaldsrýrð böggulsins. „Eg ann honum mest enda hefir hann öruggastur verið í því minna barna að gera að mínum vilja.“ Þannig skil- greinir Guðrún ást sína til sonarins. Ast hennar byggir á hlýðni hans. A þann hátt er auðvelt að elska en slík ást hefur löngum verið tengd við ofvaxin dekurbörn. Guðrún gefur Bolla lykilinn að þeirri gátu hverjum manni hún hafi mest unnað. „Þeim var eg verst er eg unni mest,“ sagði Guðrún Osvíf- ursdóttir í elli og líklega hefur engin kona ís- lenskra bókmennta mælt frægari orð þó Snæ- fríði Islandssól hafi einnig tekist vel upp er hún mælti: „Frekar þann versta en þann næst- besta.“ Hver var maðurinn? „Þorkell var maður rík- astur og höfðingi mestur, en engi var maður gervilegri en Bolli og albetur að sér. Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.