Mímir - 01.06.1989, Page 22

Mímir - 01.06.1989, Page 22
lagamaður mestur. Þorvalds get eg að engu“, þannig var umsögn Guðrúnar um eiginmenn sína. En Bolli vill ákveðið svar við því hverjum manni hún hafi unnað mest. Helst er að skilja að hann telji að sá maður hafi ekki verið einn af eiginmönnum hennar. Hún svarar: „Þeim var eg verst er eg unni mest,“ og Bolli þykist skilja svar hennar. Menn hafa skipst í afstöðu sinni til svarsins eftir því hvort þeir telja Guðrúnu hafa átt við Bolla eða Kjartan. Bolli var vissulega illa leik- inn af konu sinni en jafnvíst er að hún hafi enga grein gert sér fyrir því, hún hafi talið að Bolli hefði aðeins uppfyllt skyldu sína gagnvart henni er hann vó Kjartan. En það væri ekki ólíkt Guðrúnu að hafa alla ævi syrgt Kjartan, gyllt fyrir sér hugsunina um hjónaband þar sem vit hennar, vinsældir hans og glæsileiki þeirra beggja hefðu notið sín til fulls. Það er eðlilegt og ekkert furðulegt við það að syrgja það sem hefði svo auðveldlega getað orðið en varð þó aldrei. Slík hugsun virðist ekki hafa verið fjarri konu sem ætíð krafðist þess besta. Hún fékk það sem hún viidi, nema einn mann, og sá varð henni hugstæðari en aðrir vegna þess að hún átti hann aldrei. IEinkareiknincfur Landsbankans er tékkareikningur með háum vöxtum sem gefur kost á heimild til yfirdráttar og láni, auk margvís- legrar greiðsluþjónustu. Einkareikningur er framtíðarreikningur. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.