Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 23

Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 23
Hrönn Hilmarsdóttir: Tveir elskhugar íslenskrar náttúru Jónas Hallgrímsson og Snorri Hjartarson Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxna- dal 16. nóvember 1807. Hann missti föður sinn ungur en móðir hans sendi hann þó til mennta af litlum efnum, fyrst til séra Einars Thorlacius- ar í Goðdölum, lærdómsmanns mikils og la- tínuskálds, en síðan í Bessastaðaskóla. Þar las hann fornbókmenntirnar og höfðu þær mikil áhrif á hann og skáldskap hans æ síðan. Ómur- inn af fornkvæðunum hefur hljómað í eyrum hans og þau orðið honum svo töm að hann gat hagnýtt sér þau eins og hann væri sjálfur forn- skáld. Bjarni Thorarensen hafði líka mikil áhrif á hann en þó er allur kveðskapur hans mótaður í anda hans sjálfs. Jónas varð einnig fyrir mikl- um áhrifum af evrópskum skáldum rómantík- urinnar þegar hann fór til Kaupmannahafnar og reyndi ásamt öðrum Fjölnismönnum að miðla íslendingum þeim straumum heims- menningarinnar og þeirri vakningu sem átti sér stað í Evrópu á þeim tíma. Hann dreymdi mikla drauma um glæsta framtíð íslensku þjóðarinnar og endurreisn Alþingis á Þingvöllum. Þetta kemur allt skýrt fram í ljóðum hans. Jónasi varð þess auðið að fylla kvæði sín þeirri fegurð sem hann sá í náttúrunni og hann dýrkaði af öllu hjarta. í ljóðum sínum bregður hann sífellt upp fallegum eða stórbrotnum myndum og náttúran, þjóðtrúin, tungan eða þjóðin eru oftast bæði umgjörð og vettvangur, hvort sem um er að ræða erfiljóð, ástarkveð- skap, bernskuminningar, hvatningarljóð eða annað. Myndmálið í ljóðum Jónasar er sjaldan flók- ið heldur markvisst og einfalt. Hann lýsir nátt- úrunni eins og hún er og dáist að henni eins og hún er, en hann notar hana einnig tii að hvetja menn til dáða og myndirnar skarta sjaldan sjálfra sín vegna. Undir niðri má sjá mikinn pólitískan boðskap og Jónas vill að fólk skilji þennan boðskap, andstætt módernistunum sem sumir vildu vera myrkir og torskildir. Jón- as var uppi á þeim tíma þegar kvæðin voru aðallega notuð sem baráttutæki og hann grípur meðal annars til náttúrumyndanna til þess að skýra þá hluti sem hann er að berjast fyrir. Þess vegna má ef til viil segja að Jónas sé ekki það náttúruskáld sem margir hafa haldið fram þótt því sé ekki að neita að hann var mikill náttúru- dýrkandi og náttúruskoðandi. Á ferðum hans um landið vakti skáldleg fegurð náttúrunnar áhuga hans á náttúrufræði og náttúrufræðin hvatti hann til náttúruskoðunar enda gægist náttúrufræðingurinn víða fram í ljóðum hans. Það er hann sem yrkir um mótun landsins í Fjallinu Skjaldbreiður og klógula erni í Gunn- arshólma. Lífheildarhyggja einkennir kvæði Jónasar. Þótt hann líti ekki á jörðina sem líf- veru eins og margir rómantíkerar gerðu þá er hún full af verum og vættum, iðar öll af lífi. Hann lýsir henni einatt sem móður og hann sér fyrir sér verndarveru landsins, fjallkonuna, verndarengilinn sem stendur bjartur á haugi Ingólfs, engilinn sem snýr grandi burt frá garði. Hann elskar sólina og sumarið en er lítið gefið um veturinn, rökkur, dulúð eða fjarlægðir. Hann er skáld dags en ekki nætur. Eftirlætislit- urinn hans er blái liturinn, ekki litur fjarlægðar- innar sem gerir fjöllin blá, heldur litur hins heiða himins og bjarta sævar. Næstur honum er græni liturinn, litur hins gróandi lífs. Á himnin- um skín sólin, himinljósið, himinljóminn, eitt mikilvægasta tákn Jónasar. Sólin er guðsauga, frelsari, frjóvgari og helgasta stjarnan, tákn um gæsku gjafarans. Það myndmál sem Jónas notar mest er per- sónugervingar. Hann persónugerir hin ýmsu 23

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.