Mímir - 01.06.1989, Side 25
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(J.H. 1913:234).
Snorri Hjartarson fæddist á Hvanneyri í
Borgarfirði 22. apríl 1906. Hann ætlaði í fyrstu
að verða listmálari og fór utan til Kaupmanna-
hafnar og Oslóar til náms í málaralist en ljóð-
listin átti dýpri rætur í honum, hann hætti fljót-
lega að mála og helgaði sig ljóðlistinni.
Fyrsta verk hans var skáldsaga á norsku,
H0jtflyver ravnen, sem kom út árið 1934. Sagan
fjallar um íslenskan málara sem er við nám í
Noregi, hún er mjög lýrísk, vel skrifuð og full af
myndmáli enda tilheyrir hún hinum nýju
straumum módernismans. Þarna kemur fram
hið ljóðræna og myndræna sem átti eftir að
einkenna kvæði hans. Fyrsta ljóðabók Snorra,
Kvœði, kom út árið 1944 en síðan komu út
bækurnar Á Gnitaheiði 1952, Lauf og stjörnur
1966 og loks Hauströkkrið yfir mér 1979 en fyrir
hana hlaut hann bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs árið 1980.
Snorri er myndlistarmaður í skáldskap fram-
ar öðrum íslenskum skáldum. Myndirnar í ljóð-
um hans eru litríkar og lifandi, mál hans er
óvenju hljómmikið og hann er meistari á sviði
ljóðrænnar tjáningar. Ljóð hans eiga sér upp-
runa í íslenskri náttúru, náttúran er meginuppi-
staða flestra kvæða hans. Hann leiðir lesand-
ann um óendanlegan margbreytileika landsins
og bregður upp andartaks myndum. Hvert ljóð
er sem málverk skreytt fögrum litum.
Sum skáld yrkja um náttúruna til að lofsyngja
hana og finna frið í skauti hennar. Slík kvæði
eru til eftir Snorra og þannig má lesa flest
kvæða hans, en þó endurspreglar náttúran hug-
arástand manna í nánast hverju ljóði og oft
notar hann hana til að koma boðskap á fram-
færi. Hann er oft að leita skilnings á sjálfum sér
og lífinu í náttúrunni. Síendurteknar náttúru-
myndir og þrálátar skírskotanir til haustsins
birta fráhvarf frá veruleika lífsins, ósætti við
mannfélagið og ótta um þjóðina.
í fyrstu ljóðabók Snorra, Kvœðum, er nátt-
úran rammi utan um bjartar vonir og háleitar
hugsjónir vaknandi þjóðar. í annarri bókinni,
A Gnitaheiði, er skeleggur baráttutónn fyrir
sjálfstæði þjóðarinnar en jafnframt sorg yfir ör-
lögum Islands og brugðið er upp myndum af
vonbrigðum þjóðarinnar þegar hún sér frelsi
sínu kastað fyrir varga. Þjóðin rís fyrir miðju en
náttúran er í baksýn og andrúmsloft hennar
leikur um hvert kvæði eftir sem áður. í seinni
bókunum tveimur verða ljóðin æ innhverfari,
ljóðmyndirnar hnitmiðaðri og baráttutónninn
er horfinn.
I Kvœðum ber mest á myndhverfingum en
persónugervingum, einkum náttúrunnar, fjölg-
ar með hverri bók og litaorðum fækkar. Mynd-
hverfingarnar hans geta verið flóknar en stund-
um eru þær auðskildar.
I vængjum felldum
ég vafinn lá,
þær viðjar binda
ekki lengur;
með nýjum styrk
skal ég strengi slá
og stirna langnættið
eldum
unz óskakraftur
minn endurrís
úr ösku ljóðs míns
og hjarta,
úr mistri og sorta
skín svanaflug
og sólin gistir
mig aftur.
(Snorri Hjartarson 1981:17).
Skáldið líkir sjálfu sér við fugl sem liggur
fjötraður vegna sára sinna en með nýjum krafti,
með Ijóðum sínum, mun það fljúga upp og lýsa
upp nóttina, hið andlega myrkur, þar til fullur
sigur er unninn. Svanaflugið og sólin eru tákn
sigursins.
Snorri persónugerir hin ýmsu náttúrufyrir-
bæri. Hamarinn brosir, trén lúta höfði, kyrrðin
tekur hann við hönd sér og hvíslar að honum,
þokan faðmar hann að sér, fræ blómanna stíga
fisléttan dans í blænum og skýjahnoðrar elta
hver annan um himingeiminn. Viðlíkingar eru
sláandi fáar í ljóðum Snorra og það tengir hann
við módernismann, en hann er ólíkur módern-
25