Mímir - 01.06.1989, Side 26

Mímir - 01.06.1989, Side 26
istunum að því leyti að framan af leitast hann við að hafa ljóðmyndir sínar einfaldar og skýr- ar. Eftirlætislitur hans er rauði liturinn, sterkur og myndríkur. Grár litur er einnig algengur og myndar eins konar mótvægi við rauða litinn. Snorri notar liti bæði hlutlægt og huglægt, oft- ast til að skerpa náttúrumyndirnar en einnig til þess að lýsa innsta eðli mannsins. Hvítur litur er tákn sakleysis og fegurðar, grár litur táknar auðn og tómleika og rauður litur ofsa og lífs- orku. Eldur er algeng uppistaða myndanna: „Litir haustsins í lynginu brenna;“ segir í ljóð- muÁ heiðinni (S.H. 1981:23). Andstæður nátt- úrunnar, haust og vor, sumar og vetur, rökkur og dögun, líf og dauði, æska og elli eru honum kærkomin yrkisefni. Hann dýrkar sólina og vorið, en veturinn er honum tákn dauðans og hins illa. Myndefni Snorra er mjög fastmótað. Sólin, fuglarnir og heiðin eru mest áberandi. Vængir ríkja yfir ljóðunum í Kvœðum, vængir og flug eru sú allsherjartáknmynd sem skáldið finnur draumum sínum og þrám. Bráðum kemur rökkrið undir brúnum seglunr og vitjar um aflann. (S.H. 1981: 126). Yfirborðsmynd þessa ljóðs er tvöföld, annars vegar nakið tré sem veiðir ljósið en hins vegar net sem veiðir fiskana, undir niðri tjallar ljóðið svo um dauðann. í Hauströkkrið yfir mér eru ljóðin orðin enn innhverfari og ljóðmyndirnar hnitmiðaðri. Baráttuandinn og draumalandið eru með öllu horfin og Ijóðin einkennast af æðruleysi. Flest- ar myndanna tengjast haustinu og hugsunin um dauðann sækir á Snorra. Hann tákngerir ellina og dauðann í hinum mýmörgu haustmyndum og náttúran endurspreglar hugarástand hans. Allt lauffallið hefur skírskotun til dauðans og andstæðan æska og elli sýnir hverfulleika lífs- ins. í kvæðunum er sáttatónn en ekki beiskja. Skáldið flýr oft í faðm náttúrunnar, upp til fjalla, til þess að endurnærast og snýr svo aftur með nýjan kraft og visku. Úr átt af fjallsins hlöðnu hamrabogum til hafs, í öldufang og kvika gljá fer már með hvítum hægum vængjatogum, hugar míns fleyga vökudreymna þrá. (S.H. 1981:21). Sömu orð geta einnig átt við um bókina A Gnitaheiði en vængi má annars finna í öllum bókum Snorra og hugtökin þrá, draumur, minning og endurlausn ganga einnig eins og rauður þráður gegnum kvæðin og eru uppi- staða myndanna. Málarinn Snorri, skáld hinna litríku og hljómmiklu mynda er ekki jafn áberandi í Laufi og stjörnum, en hann er síður en svo hættur að mála þótt landslagsmálarinn hafi á köflum breyst í impressjónista sem er meira í mun að lýsa innri heimi en hinum sýnilega. Náttúran er ennþá rammi kvæðanna og svo bundið er skáld- ið því að hugsa í litum að það getur ekki stillt sig. A grunnsævi kvölds flæðir gullinn straumur um þéttriðin net nakinna trjánna og fyllir þau ljóskvikum fiskum og sit þar á tröppunum, ekki barn ekki lítill drengur sem sér himininn opinn og engla stíga niður til jarðar nei þreyttur maður kominn langan veg dyrnar að baki mér luktar og ljós leyndardómsins brennur á fjarlægri hæð utan sjónmáls, ég veit ekki hvar. (S.H. 1979: 57). Snorri leitar víða fanga í náttúrunni en eins og áður sagði eru vissar myndir mest áberandi og einkenni hverrar bókar. í Kvœðum eru vængir tákn drauma og vona, í Á Gnitaheiði er heiðin tákn lífsins, í Hauströkkrið yfir mér er haustið tákn ellinnar og hverfulleikans en allar þessar táknmyndir má finna í Laufi og stjörn- um. Hægt flýgur hrafn yfir mó lyngið rautt í gráum mosa Hljóður fer treginn um hug manns frá liðnum haustkvöldum Rætur í túni vængir við ský 26

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.