Mímir - 01.06.1989, Page 40
Jóhannes Gísli Jónsson:
Nýyrdasmíð Jóns Ólafssonar
LO
A síðustu tveimur öldum hefur orðaforði ís-
lenskrar tungu vaxið hraðar en nokkru sinni
fyrr í sögu málsins. Þessa þróun má framar öllu
rekja til þeirra stórfelldu breytinga á þjóðfé-
lagsháttum og andlegri menningu þjóðarinnar,
sem gengið hafa yfir áþessu tímabili. Einkum á
þetta við um 20. öldina, enda er giskað á, að
nýyrði frá þessari öld nemi tugum þúsunda
(Halldór Halldórsson 1971:227).
Þótt nýyrðasmíð síðustu tveggja alda sé sann-
arlega lykilatriði í málverndarstefnu þjóðarinn-
ar á þessu tímabili og verðugt rannsóknarefni,
hafa fræðimenn sýnt þessu harla lítinn áhuga.
Engin heildarrannsókn hefur farið fram, aðeins
örfáar athuganir á nýyrðasmíð einstakra
manna. Þessi ritgerð er því engin undantekn-
ing. Eins og ráða má af fyrirsögninni, fjallar
ritgerðin um nýyrðasmíð Jóns Olafssonar
(1850—1916) ritstjóra og skálds. Jón Ólafsson
var þekktur maður á sinni tíð. Hann nam við
Reykjavíkurskóla og lauk þaðan fyrri hluta
burtfararprófs árið 1868. Hann ritstýrði fjölda
blaða og tímarita og fékkst einnig við ljóða-
gerð. Jón var þingmaður Sunnmýlinga 1881—9
og aftur 1909 — 13 en konungkjörinn þingmaður
1905. Hann var mikill áhugamaður um velferð
íslenskrar tungu, og eftir hann liggja nokkur rit
um málfræðileg efni auk fjölda annarra rita um
margvísleg málefni.
Rúmsins vegna mun ég takmarka umfjöllun
mína við nýyrði Jóns í þýðingu hans á Frelsinu
eftir enska heimspekinginn John Stuart Mill
(1806—73), sem út kom árið 1886. Bókin geym-
ir fjölmörg nýyrði, sem Jón hefur tekið saman í
orðaskrá aftan við meginmálið. Flestum nýyrð-
anna fylgja þýðingar á erlendum málum, eink-
um ensku og dönsku. Líklegt er, að Jón hafi
með þessu viljað sýna íslenskum lesendum hin-
ar erlendu fyrirmyndir orðanna, svo þeir gætu
betur sett sig í spor þýðandans. En hvað sem
þessu líður, er alveg ljóst, að þýðing bókarinnar
var ekkert áhlaupaverk, því orðaforði tung-
unnar var þess lítt búinn að tjá hugsanir manna
um heimspekileg málefni, eins og Jón getur um
í formála bókarinnar. Ekki verður þó annað
sagt en Jón hafi reynst vanda sínum vaxinn, og
hafa mörg af nýyrðum bókarinnar lifað góðu
lífi í málinu allt til þessa dags.
1.1
Nýyrðaskrána aftan við meginmálið í Frels-
inu nefnir Jón „orðaskrá yfir nýgjörvinga og
fátíð orð“ (1886:234). Þórbergur Þórðarson
(1933:301) taldi, að nýyrðin í skránni mætti óef-
að eigna Jóni, en athugun mín á seðlasafni
Orðabókar Háskólans (OH) leiddi í ijós, að
sum þessara orða eru of gömul til að Jón geti
verið höfundur þeirra. Sem dæmi um þetta má
nefna orð eins og bandalag, fjölbreytni, frum-
kvæði, íhlutun, lífsfylling og samkeppni.
Umfjöllun mín hér á eftir mun að sjálfsögðu
aðeins taka til þeirra nýyrða, sem ætla má, að
Jón sé höfundur að. Þetta eru nánar tiltekið
þau orð, sem orðaskrá Jóns hefur að geyma og
uppfylla eitt af þremur eftirtöldum skilyrðum:
(1) a. Elsta dæmi OH um orðið er úr þýðingu
Jóns á Frelsinu.
b. Elsta dæmi OH um orðið er úr Skuld
1877—83, sem þá var ritstýrt af Jóni
Ólafssyni.
c. OH hefur ekkert dæmi um orðið.
1.2
Aður en lengra er haldið, er rétt að staldra
aðeins við hugtakið nýyrði. I víðtækustu merk-
ingu getur þetta hugtak náð yfir öll ný orð í
málinu, hvernig sem uppruna þeirra er háttað.
Þessi nýju orð eru einkum af þrennum toga
(Halldór Halldórsson 1971:220-21):
(2) a. Ný orð mynduð af innlendum orðstofn-
um.
b. Orð, sem fyrir eru í málinu og tekin eru
upp í breyttri merkingu.
c. Tökuorð, sem aðlagast hafa málkerf-
inu.
40