Mímir - 01.06.1989, Síða 49

Mímir - 01.06.1989, Síða 49
Bók: Samt.: l.fl. S. fl. 3. fl. Ásta Sig. 140 95 23 22 Flambard 69 54 4 11 Margsaga 78 28 33 17 Skilningstréð 193 63 106 24 Samtals: 480 240 166 74 Hlutfall: 50% 34,6% 15,4% Dreifing á merkingu orðsins maður eftir þremur merkingarflokkum (sjá skýringar í meginmáli). Taflan sýnir að í helmingi tilvika er orðið maður notað í merkingunni ‘karlmaður’ og í rúmum 15% tilvika er um almenna merkingu að ræða sem þó er mun eðlilegra að skilja á þann veg að konur séu ekki inni í myndinni (þ.e. þriðji flokkur). Þetta bendir til þess að orðið maður sé frekar notað sem vísun til karl- manna, einstakra einstaklinga eða almennt. Auk þess hef ég það á tilfinningunni að nið- urstöðurnar hefðu orðið aðrar ef fleiri textar hefðu verið teknir til athugunar, og ekki síður ef talmálið væri athugað. Þetta álit mitt byggi ég meðal annars á þeim muni sem sést í töfl- unni að er milli bókanna fjögurra. Sá munur getur þó allt eins stafað af ólíkum stíl og ólíku efni. Það er að sjálfsögðu ekki sama hvort ver- ið er að skrifa sögu ákveðinna persóna, þar sem höfundur kemur sjálfur lítið fram öðru vísi en í gegnum sögupersónurnar og atburð- arrásina, eða hvort mikið af textanum eru al- mennar vangaveltur höfundar, sem ein persón- anna eða beint. Annað sem getur haft mikil áhrif á niður- stöður svona athugunar er að sjálfsögðu skiln- ingur athugandans þó könnunin ætti engu að síður að gefa ákveðna vísbendingu. Það er allsendis óvíst að sömu niðurstöður hefðu feng- ist ef einhver annar hefði farið yfir dæmin og metið merkingu orðsins maður í þeim. Reyndar er ég ekki frá því að ég hafi nokk- uð oft metið merkinguna almenna (sett í 2. eða 3. flokk) þar sem sumir að minnsta kosti hefðu talið merkinguna bundna karlmönnum. Að vísu útiloka ég heldur eklci hinn möguleik- ann, að ég hafi skilið einhver dæmi á þann veg að verið væri að tala sérstaklega um karlmenn en einhver annar hefði skilið það sem almenna vísun til mannskepnunnar. Það þarf miklu fullkomnari rannsókn til að hægt sé að meta það hvernig þetta orð er almennt notað. Hvort það er yfir höfuð tvírætt í hugum málnotenda, og ef svo er hvor merkingin kemur frekar upp í hugann þegar það kemur fyrir í mismunandi samhengi. Auk þess væri forvitnilegt að vita hvort munur væri á skilningi karla og kvenna á orðinu. 5 Lokaorð Hér á undan hef ég rætt lítillegaum kynjamis- munun í máli. Það kom fram að lítið hefur ver- ið kannað hvernig þessi kynjamismunun kemur fram í íslensku, þó ég hafi tilhneigingu til að ætla að hún sé fyrir hendi, að minnsta kosti að nokkru leyti, eins og reyndar kemur fram í at- hugun Guðrúnar Kvaran (1985). Ég held því fram að kynjamismunun í máli komi ekki fram í sömu orðum eða á sama hátt í íslensku og í ensku, þannig að ekki er hægt að heimfæra enska umræðu yfir á íslenskuna að óathuguðu máli eins og mér finnst að Hallfríður Þórarins- dóttir (1986) hafí tilhneigingu til að gera. AðalumQöllunarefni mitt í þessari ritgerð hefur verið merking orðsins maður í ljósi þess- arar umræðu um kynjamismunun í málinu. Ég hef komist að því að jafnvel þó oftast megi þýða enska orðið man með maður eru til til- vik þar sem það er að minnsta kosti ekki besti kosturinn. Þannig er einhver blæbrigðamunur á enska orðinu og því íslenska. Enska orðið virðist í ljósi umræðu um kynjamismunun hafa ansi sterka vísun til karlmanna. Hins vegar getur það íslenska komið fyrir í því samhengi að það sé svo gott sem hlutlaust að öðru leyti en því að það er karlkynsorð frá málfræðilegu sjónarmiði. En það eru fleiri orð af öðru kyni málfræðilega en þær persónur sem þau hafa ríkasta tilhneigingu til að vísa til, eða geta vís- að til hvors kynferðis sem er, eins og t.d. hetja, skyita, kvenmaður o.fl. Eftir nokkra umræðu um merkingu orðs- ins maður hér að framan með stuðningi af nokkrum dæmum sem ég hef fundið til gerði ég smá athugun á því í hvaða merkingu orðið (sem nafnorð) kemur fyrir í ritmáli. Ég komst að því að í af 480 dæmum þar sem maður kemur fyrir merkir það að minnsta kosti í helmingi tilvika ‘karlmaður’. Hins vegar var ekki hægt að full- yrða að um klára vísun til ‘tegundarinnar’ væri að ræða í hinum helmingnum. Þetta bendir til að orðið hafi frekar tilhneigingu til að merkja ‘karlmaður’ og vera notað sem slíkt. En það þarf miklu fullkomnari rannsóknir til að nokk- uð sé hægt að fullyrða um notkun orðsins. Eitt má þó fullyrða: merking íslenska nafnorðsins

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.