Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 52

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 52
RITDÓMAR i Soffía Auður Birgisdóttir: Skáldaður þjóðlegur nútímalegur fróðleikur ... Þórarinn Eldjárn Skuggabox. Skáldsaga (?) Gullbringa 1988 Þessi ritdómur var upphaflega fluttur í Sinnu, þætti um listir og menningarmál í Ríkis- útvarpinu þ. 15. okt. ’88. Hann birtist hér nær óbreyttur. I verkum Þórarins Eldjárns lýstur ætíð saman gömlum tíma og nýjum, bæði hvað varðar skáldskaparaðferð hans og yrkisefni. Nýjasta verk hans Skuggabox er þar engin undantekn- ing. Höfundareinkennin leyna sér ekki. Það er löngu orðin lenska að skilgreina Þór- arin sem þjóðlegan höfund og kannski er rétt að hinkra aðeins við þá skilgreiningu og velta fyrir sér hvað við er átt. í viðtali við Þórarin í Ríkisútvarpinu síðast- liðið haust (Sinna 8. okt. ’88) kom viðmælandi hans Asgeir Friðgeirsson inn á þessa skilgrein- ingu og sagði Þórarinn m.a. eitthvað á þá leið, að það að skrifa á íslensku væri í sjálfu sér þjóðlegt vegna þess hve samofið tungumál okk- ar væri hefðinni. Vel má vera að eitthvað sé til í þessari mjög svo víðu skilgreiningu Þórarins en að sjálfsögðu er það ekki þetta sem átt er við þegar orðið þjóðlegt er notað til skýringar á skáldskaparaðferð hans. Þegar fyrsta bók Þórarins Kvæði kom út 1974 fögnuðu andstæðingar hins frjálsa og óbundna ljóðforms og töldu hin rímuðu og stuðluðu kvæði Þórarins boða endurreisn hagmælskunn- ar og dauðadóm yfir hinum rímlausu bögubós- um sem höfðu verið merkisberar ljóðlistarinnar undanfarna tvo áratugi. Ekki er ótrúlegt að Þórarni hafi orðið bilt við þvílíkar umsagnir enda sendir hann slíkri gagnrýni, sem og ann- arri, tóninn í þættinum „Okvæða við“ í sagna- safninu Margsaga sem kom út 1985. En það sem afturhaldsmenn í bókmenntarýni lofuðu hjá Þórarni var einmitt hin þjóðlega beiting hans á fornum bragarháttum og rími, stuðlum og höf- uðstöfum. Þótt undarlegt megi virðast virtist fara framhjá þeim að um leið og Þórarinn not- færði sér hið bundna form gerði hann grín að takmörkunum þess með því t.d. að slíta í sund- ur orð til að rímið passaði. En það var sem sagt strax með Kvœðum að Þórarinn fékk stimpilinn þjóðlegur sem festist svo enn betur við hann með Disneyrímum 1978 og Erindum 1979 og reyndar flestum hans verkum þar eftir. En það var ekki eingöngu í formi sem hinna þjóðlegu einkenna gætti heldur og í efni, frá- sagnaraðferð og stíl. Efnivið sækir Þórarinn mikið til íslenskra þjóðsagna og ævintýra, reyndar segir hann sjálfur í fyrrnefndu viðtali að þetta sé grunnur- inn sem hann byggir á. Gott dæmi um vel- heppnaða úrvinnslu á þjóðsagnaefni, ef svo má að orði komast, er smásagan Tilbury í Ofsögum sagt frá 1981. Hvað varðar frásagnarhátt Þórarins leitar hann víða fanga til fyrirmyndar, ekki aðeins í Islendingasögur, þjóðsögur og ævintýri heldur og í þjóðlegan fróðleik af ýmsu tagi, ekki síst hinar séríslensku ævisögur, endurminningar og sagnaþætti. En þjóðlegur er ekki það sama og forn. Sam- an við hið þjóðlega blandar Þórarinn nútíman- um. Kveður rímur um eitt helsta tákn nútím- ans: Bíðið; snýr ævafornum sögnum upp á okk- ar tíma o.s.frv. Það er því síður en svo um eitthvert afturhvarf að ræða í skáldskap hans, eins og einhverjir töldu sýnt þegar fyrstu bækur hans komu út. Nú finnst eflaust mörgum að ég sé komin alllangt frá efninu sem til stóð að gera skil, þ.e. að ritdæma nýjustu bók Þórarins Skuggabox. En Skuggabox er slík samsuða að mér finnst nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir hráefni & og efnistökum höfundar, þ.e. rifja upp í hverju hin þjóðlegu höfundareinkenni hans felast. Höfundareinkenni Þórarins leyna sér ekki í Skuggaboxi sagði ég hér að ofan. Enn rær höf- undur á mið þjóðararfsins til að koma nútíma- sögu í höfn. Enn fyrnir hann stíl sinn jafnhliða 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.