Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 16
162
Innherjasvik og opinber birting innherjaupplýsinga
betra aðgengi að upplýsingum en aðrir á markaði? Ein regla í
verðbréfamarkaðsrétti snýr að því að skylda útgefendur til að
birta innherjaupplýsingar eins og fljótt og auðið er. Hugsunin að
baki því er að markaður með ósamhverfa dreifingu upplýsinga
virki ekki sem skyldi og geti að lokum leitt til markaðsbrests.26
Ósamhverfa myndast þegar aðilar eiga í viðskiptum og annar
eða einhverjir þeirra hafa betri aðgang en hinn eða hinir aðilarnir
að upplýsingum um „söluvöruna“ sem máli skipta í þessum
tilteknu viðskiptum.27 Upplýsingaskyldunni er ætlað að eyða
ósamhverfunni, eða draga a.m.k. úr henni, og stuðla þannig að
því að aðilar á markaði sitji við sama borð.28
Rökin fyrir því að banna aðilum sem búa yfir innherja
upplýsingum að nota þær í viðskiptum eru ekki jafnaugljós,
sérstaklega þar sem upplýsingaskyldan ætti að koma í veg fyrir
alla slíka misnotkun á innherjaupplýsingum. Hins vegar geta
verið tímabil þar sem tilteknir aðilar, svonefndir innherjar, búa
yfir innherjaupplýsingum, t.d. vegna þess að útgefandi hafði tekið
ákvörðun um að fresta birtingu innherjaupplýsinganna í tiltekinn
tíma. Auk þess er möguleiki að það taki tíma fyrir útgefanda að
birta innherjaupplýsingarnar eða innherjaupplýsingarnar falli ekki
undir upplýsingaskyldu útgefandans, t.d. hvað varðar útgefandann
óbeint eða fjármálagerninginn beint. Í þeim tilvikum er hætta á
að innherji notfæri sér yfirburðastöðu sína á kostnað annarra.
Bann við innherjasvikum er því nauðsynlegt til að fullvissa
þá aðila sem búa ekki yfir þessum verðmætu upplýsingum
(innherjaupplýsingum) um að þær séu ekki notaðar í viðskiptum
26 Sjá t.d. John Kay o.fl. „Regulatory reform in Britain“. Economic Policy
1988, 285351 (301302), Niamh Moloney: EU Securities and Financial Markets
Regulation. Oxford University Press 3. útg. 2014, 2 og Robert Cooter og
Thomas Ulen: Law & Economics. AddisonWesley 2011, 41.
27 Sjá Georg A. Akerlof: „The market for "lemons": Quality Uncertainty
and the Market Mechanism“. The Quarterly Journal of Economics 1970, 488
500 (489). Sjá til hliðsjónar Emilios Avgouleas: The mechanics and regulation
of market abuse. Oxford University Press 2005, 176177.
28 Sjá Konstantinos Sergakis: The Law of Capital Markets in the EU. Palgrave
Corporateand Financial Law 2018, 53 og Jesper Lau Hansen: „The Danish
Green Paper on Insider Dealing“. European Business Organization Law Review
2011, 251265 (254255).