Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 130
276
Frávik og skýringar á tilboðum
such documents were provided, the application would be
rejected. That request must not unduly favour or disadvantage
the candidate or candidates to which it is addressed.
Hafi útboðsgögn þannig sérstaklega tiltekið að skortur á
framlagningu gagna af því tagi sem um ræðir muni leiða til
útilokunar bjóðanda og/eða höfnunar á tilboði verður kaupandi
að fylgja þeim skilyrðum útboðsgagna við mat á tilboðum án
þess að bjóðanda sé gert kleift að bæta þar úr.20
Við skýringu framangreindrar heimildar 5. mgr. 66. gr.
loi. ber, líkt og það sem reifað hefur verið ber með sér, að hafa
sérstaklega í huga meginreglur laga um opinber innkaup um
jafnræði bjóðenda og gagnsæi í opinberum innkaupum. Hefur
þannig t.a.m. verið talið að ef kaupandi hyggst nýta heimild
ákvæðisins til að óska skýringa eða leiðréttingar þá sé almennt
rétt að slíkra skýringa og/eða leiðréttingar sé óskað frá öllum
bjóðendum, en annað gæti vakið upp spurningar um gagnsæi
ferlisins og jafnræði milli bjóðenda.21
Þá verður að hafa sérstaklega í huga þegar framangreindri
heimild til skýringa er beitt hvaða upplýsingum bjóðandinn
býr yfir á þeim tíma sem óskað er skýringa. Viti bjóðandi til að
mynda hver röð tilboða í útboðinu er þegar skýringa er óskað
er líklegt að það muni hafa áhrif á svör hans. Á þetta hefur
reynt fyrir kærunefnd útboðsmála en í úrskurði sínum í máli nr.
21/2016 fjallaði nefndin um skýringar bjóðanda sem sett hafði
tiltekinn afslátt fram í ósamræmi við kröfur útboðsgagnanna.
Um ósk kaupandans um skýringar á þessu sagði í úrskurði
kærunefndarinnar:
…en fyrir liggur í málinu að Orkusalan ehf. fékk tækifæri til
þess að skýra orðalagið eftir opnun tilboða. Á þeim tíma hafði
bjóðandinn hins vegar upplýsingar um fjárhæð annarra tilboða
20 Sjá einnig mál C523/16, MA.T.I. SUD SpA gegn Centostazioni SpA,
ECLI:EU:C:2018:122, mgr. 49.
21 Albert Sanchez Graells, Roberto Caranta, European Public Procurement:
Commentary on Directive 2014/24/EU (Edward Elgar publishing 2021), bls.
581. Sjá um þetta einnig mál C599/10, Slovensko-málið, mgr. 4144