Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 56
202 Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga hlutafélög nr. 2/1995. Fyrirtækjaskrá skráir hlutafélag eftir að hafa staðreynt að skilyrði laganna um stofnun og skráningu hafi verið uppfyllt, m.a. að hlutafé hafi verið greitt upp að ákveðnu marki.40 Álitamál varðandi aðildarhæfi skráðra félaga kemur þannig einkum til álita ef félagið hefur verið afskráð, t.d. af fyrirtækjaskrá sökum þess að félagið hefur ekki starfað í samræmi við kröfur hlutafélagalaga,41 ef félagi hefur verið slitið42 eða það tekið til gjaldþrotaskipta.43 Hefur slíkt verið talið leiða til skorts á aðildarhæfi, jafnvel í þeim tilvikum þegar félag er fyrst afskráð eftir þingfestingu máls.44 Álitamál geta einnig risið ef um er að ræða félag sem er háð opinberri skráningu um rétthæfi, en vafi er um hvort slík opinber skráning hafi átt sér stað.45 Þá má nefna að ef félagi hefur verið slitið og það því ekki lengur til staðar sem lögaðili þá getur slíkt einnig haft þær réttarfarslegu afleiðingar að aðrir aðilar máls hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn þess, sbr. 1. mgr. 25. gr. eml.46 3.2 Aðildarhæfi almennra félaga Eins og áður hefur verið rakið njóta almenn félög rétthæfis án opinberrar skráningar, svo lengi sem þau uppfylla skilyrði félagaréttar um stofnun og skipulag almennra félaga.47 Almenn 40 Sjá t.d. 2. mgr. 14. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. 41 Sjá t.d. H 17. janúar 2012 (690/2011) (Grettisgata 64, húsfélag) en þar hafnaði Hæstiréttur aðildarhæfi einkahlutafélags sem hafði verið afskráð. 42 Sjá t.d. H 1996:2376 (Ítalía pizza sf.) þar sem aðild sameignarfélags að dómsmáli var hafnað þar sem félagið hafði verið sameinað hlutafélagi og því slitið í kjölfarið. 43 Sjá t.d. H 473/1989 (þrotabú Tækniplasts hf.) og H 7. september 2015 (533/2015) (Vindasúlur ehf.). 44 Sjá um þetta niðurstöðu Hæstaréttar í H 18. febrúar 2011 (83/2011) (Sebastes ehf.). 45 Sjá í þessu samhengi dóm Landsréttar í máli L 12. október 2023 (532/2023) (GX Holding Limited). 46 Sjá hér H 18. febrúar 2011 (83/2011) (Sebastes ehf.) og umfjöllun um nefndan dóm og aðra í tengslum við lögvarða hagsmuni af úrlausn dómsmáls í Hafsteinn Dan Kristjánsson, op. cit., 577­578. 47 Sjá um þetta t.d. H 1986:528 (Hagsmunafélag lóðareigenda á Nesbala).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.