Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 56
202
Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga
hlutafélög nr. 2/1995. Fyrirtækjaskrá skráir hlutafélag eftir að
hafa staðreynt að skilyrði laganna um stofnun og skráningu hafi
verið uppfyllt, m.a. að hlutafé hafi verið greitt upp að ákveðnu
marki.40 Álitamál varðandi aðildarhæfi skráðra félaga kemur
þannig einkum til álita ef félagið hefur verið afskráð, t.d. af
fyrirtækjaskrá sökum þess að félagið hefur ekki starfað í samræmi
við kröfur hlutafélagalaga,41 ef félagi hefur verið slitið42 eða það
tekið til gjaldþrotaskipta.43 Hefur slíkt verið talið leiða til skorts
á aðildarhæfi, jafnvel í þeim tilvikum þegar félag er fyrst afskráð
eftir þingfestingu máls.44 Álitamál geta einnig risið ef um er að
ræða félag sem er háð opinberri skráningu um rétthæfi, en vafi
er um hvort slík opinber skráning hafi átt sér stað.45 Þá má nefna
að ef félagi hefur verið slitið og það því ekki lengur til staðar sem
lögaðili þá getur slíkt einnig haft þær réttarfarslegu afleiðingar að
aðrir aðilar máls hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn
þess, sbr. 1. mgr. 25. gr. eml.46
3.2 Aðildarhæfi almennra félaga
Eins og áður hefur verið rakið njóta almenn félög rétthæfis
án opinberrar skráningar, svo lengi sem þau uppfylla skilyrði
félagaréttar um stofnun og skipulag almennra félaga.47 Almenn
40 Sjá t.d. 2. mgr. 14. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995.
41 Sjá t.d. H 17. janúar 2012 (690/2011) (Grettisgata 64, húsfélag) en þar
hafnaði Hæstiréttur aðildarhæfi einkahlutafélags sem hafði verið
afskráð.
42 Sjá t.d. H 1996:2376 (Ítalía pizza sf.) þar sem aðild sameignarfélags að
dómsmáli var hafnað þar sem félagið hafði verið sameinað hlutafélagi
og því slitið í kjölfarið.
43 Sjá t.d. H 473/1989 (þrotabú Tækniplasts hf.) og H 7. september 2015
(533/2015) (Vindasúlur ehf.).
44 Sjá um þetta niðurstöðu Hæstaréttar í H 18. febrúar 2011 (83/2011)
(Sebastes ehf.).
45 Sjá í þessu samhengi dóm Landsréttar í máli L 12. október 2023
(532/2023) (GX Holding Limited).
46 Sjá hér H 18. febrúar 2011 (83/2011) (Sebastes ehf.) og umfjöllun um
nefndan dóm og aðra í tengslum við lögvarða hagsmuni af úrlausn
dómsmáls í Hafsteinn Dan Kristjánsson, op. cit., 577578.
47 Sjá um þetta t.d. H 1986:528 (Hagsmunafélag lóðareigenda á Nesbala).