Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 55
201
Arnljótur Ástvaldsson
umfjöllunar verður á því hvort, og þá að hvaða marki, félög
eða deildir og einingar innan félaga, geti átt réttindi og borið
skyldur (notið rétthæfis) og þar með átt aðild að dómsmálum
(notið aðildarhæfis).37
3. AÐILDARHÆFI FÉLAGA Í DÓMAFRAMKVÆMD
3.1 Aðildarhæfi félaga sem byggja rétthæfi sitt á opinberri skráningu
Af framangreindri umfjöllun má ljóst vera að svo lengi sem
félag er viðurkennt að íslenskum rétti og hefur öðlast stöðu
lögaðila að uppfylltum kröfum skráðra og óskráðra réttarreglna
þá hefur viðkomandi félag rétthæfi og þar með aðildarhæfi fyrir
dómstólum. Í tilviki sumra félaga hefur löggjafinn gert opinbera
skráningu að skilyrði fyrir rétthæfi. Þegar um slík félög er að ræða
leikur sjaldan vafi á því hvort félag geti verið aðili að dómsmáli,
þ.e. þegar slíkt félag hefur verið stofnað í samræmi við kröfur
viðkomandi löggjafar og viðkomandi opinber aðili staðfestir að
kröfurnar hafi verið uppfylltar með skráningu félagsins.38 Hér
er rétt að greina sérstaklega á milli þess þegar löggjafinn hefur
ákveðið að rétthæfi félags sé háð opinberri skráningu, sem hér er
um rætt, og (opinberrar) skráningar aðila í öðrum tilgangi, t.d.
vegna skattskila. Eins og síðar verður rakið þá er síðarnefnda
skráningin, sem getur leitt til þess að viðkomandi aðili fái sérstakt
auðkenni (t.d. í formi kennitölu), ekki nægileg til þess að sýnt sé
fram á að stofnað hafi verið til rétthæfs félags (lögaðila)39.
Hlutafélög eru dæmi um félög sem byggja rétthæfi sitt
á opinberri skráningu. Skráning hlutafélaga er í höndum
(fyrirtækjaskrár) ríkisskattstjóra, sbr. 1. mgr. 147. gr. laga um
einungis í félagarétti heldur almennt innan einkaréttar, sjá Peter
Westberg, op. cit., bls. 207
37 Af nálguninni leiðir einnig að ekki er sérstaklega fjallað um hvort
félag eða deild innan félags geti notið rétthæfis að einhverju leyti en
að sama skapi skort aðildarhæfi.
38 Stefnandi máls þarf þó ávallt að færa fram fullnægjandi gögn um
tilvist rétthæfs félags (lögaðila), sbr. H 25. nóvember 2009 (600/2009)
(Dekabank).
39 Sjá um þetta t.d. H 1997:862 (Handknattleiksdeild Fylkis), sem fjallað
er um í kafla 3.3.4.3.