Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 91
237
Arnljótur Ástvaldsson
félags skuli uppbyggt með þeim hætti að félag hafi á að skipa
tilteknum lægra settum stjórnareiningum (t.d. sérstakri stjórn)
þá er vald slíkra stjórnareininga byggt á ákvörðun félagsfundar,
og þar með félagsmanna, um framsal valds.
Þetta framsal valds leiðir til þess að lægri stjórnareiningar
eru undir eftirliti æðri stjórnareininga og stjórnarmenn bera
ábyrgð gagnvart félaginu (og þannig félagsmönnum) á störfum
sínum á grundvelli meginreglna um trúnaðarskyldu stjórnenda.
Af framsali valds leiðir einnig að æðri stjórnareining getur gefið
lægri stjórnareiningu fyrirmæli og ber lægri stjórnareiningu að
meginstefnu að fara að þeim fyrirmælum.118 Ef þeir einstaklingar
sem skipa lægri stjórnareiningu, t.d. stjórn, verða ekki við slíkum
fyrirmælum þá getur æðri stjórnareiningin, t.d. félagsfundur,
ákveðið að ný stjórn skuli kosin. Í þessu felst kjarni boðvaldsins.
Í skilningi félagaréttar er boðvald þannig almennt til staðar ef
deild er hluti af félagi og kosin af æðri stjórnareiningu innan félags,
t.a.m. æðstu stjórnareiningu félags (aðalfundi félagsmanna). Ekki
skiptir höfuðmáli í þessu samhengi hvort æðri stjórnareining er
aðalfundur (æðsta stjórnareining) eða stjórn félagsins. Boðvald er
allt að einu til staðar. Af dómi Hæstaréttar í máli H 9. nóvember
2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR) má einnig ráða að rétturinn
geri ekki greinarmun á boðvaldi aðalstjórnar og aðalfundar
í öllum tilvikum, þar sem vísað er til heimildar aðalfundar
(eða aukaaðalfundar) til þess að leggja einstakar deildir niður
til stuðnings því að körfuknattleiksdeildin lúti boðvaldi æðri
stjórnareiningar innan hins almenna félags ÍR119.
Til viðbótar má nefna að ef samþykktir félags mæla fyrir um
að tiltekin deild félags hafi sjálfstæði að ákveðnu marki (án þess
118 Til hliðsjónar má hér nefna þrepaskipt stjórnkerfi hlutafélags, sem er
lögákveðið á grundvelli laga um hlutafélög nr. 2/1995. Hluthafafundur
fer með æðsta vald í málefnum hlutafélags og kýs félagsstjórn, sbr. t.d.
1. mgr. 80. gr. laganna. Af þessu leiðir að félagsstjórn er að meginreglu
bundin við ályktanir hluthafafundar, að því gefnu að þær séu ekki
andstæðar lögum eða samþykktum félags, sbr. einnig Stefán Már
Stefánsson, Hlutafélagaréttur, op. cit., bls. 246 og 306307.
119 Sjá hér dóm Hæstaréttar H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknatt-
leiks deild ÍR), mgr. 28, tilvísun til 21. gr. laga ÍR, og umfjöllun í kafla
4.3.2.4.