Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 62
208
Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga
3.3.3 Deildir njóta aðildarhæfis á grundvelli sérstakra lagareglna
Í eldri dómaframkvæmd eru dæmi um mál þar sem deildir
eða einingar innan félaga hafa notið aðildarhæfis á grundvelli
ákvæða í lögum sem mæla fyrir um vissan aðskilnað á milli
viðkomandi deildar og þess félags sem deildirnar eru hluti af.
Í H 1991:1356 (Samband íslenskra samvinnufélaga, skipadeild) var
tveimur aðilum stefnt til greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem
orðið hafði við flutning á rækjufarmi frá Íslandi til Danmerkur.
Var annar aðilinn tilgreindur sem skipadeild samvinnufélags.
Fallist var á dómkröfur stefnenda á hendur þeim aðila, án
sérstakrar umfjöllunar um aðildarhæfi deildarinnar fyrir utan
eftirfarandi athugasemd Hæstaréttar: „Mál þetta hefur verið rekið
í nafni Sambands íslenskra samvinnufélaga, skipadeildar (SÍS), þó að
fram sé komið, að Samskip hf. hafi tekið við rekstri deildarinnar 1.
janúar sl. […].“
Af ofangreindum orðum Hæstaréttar má ráða að lítill vafi hafi
leikið á aðildarhæfi skipadeildarinnar og má sennilega rekja það til
skipulags samvinnufélags sem félagaforms. Lög um samvinnufélög
nr. 22/1991 gera ráð fyrir deildaskiptum samvinnufélögum þar
sem halda skal sérstakan aðalfund fyrir hverja deild og kjósa
sérstaka stjórn.57 Viss lögákveðinn aðskilnaður er þannig á milli
samvinnufélags og einstakra deilda þess, sem kann að útskýra af
hverju Hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við það hvernig aðild
samvinnufélagsins var tilgreind í málinu.58
3.3.4 Dómstólar hafna því að deildir eða einingar geti notið aðildarhæfis
3.3.4.1 Almennt
Í dómaframkvæmd Hæstaréttar er að finna nokkur dæmi um
mál þar sem Hæstiréttur hefur tekið aðildarhæfi deilda eða
57 Sjá t.a.m. 22. gr. laga um samvinnufélög nr. 22/1991.
58 Sjá einnig í þessu sambandi H 1951:17 (Innkaupadeild Landssambands
íslenzkra Útvegsmanna). Það athugast að það mál og einnig framangreint
mál H 1991:1356 (Samband íslenskra samvinnufélaga, skipadeild) voru rekin
fyrir gildistöku laga um samvinnufélög nr. 22/1991. Af greinargerð með
frumvarpi til laganna má hins vegar ráða að skipting samvinnufélags í
deildir hafi verið þekkt fyrirkomulag fyrir gildistöku laganna, sjá nánar
ummæli um 5. gr. frumvarpsins, Alþt. 19901991, Adeild, bls. 25022503.