Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 89

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 89
235 Arnljótur Ástvaldsson innan félagsins, með þeim takmörkunum sem fyrr greinir.115 Af þessu leiðir einnig að sú staða kann að vera uppi við fullnustu aðfararhæfrar dómkröfu á hendur deild að ekki sé tækt að benda á eignir til þess að gera fjárnám í, sökum þess að fjármunir eru ekki lengur í umráðum Deildarinnar.116 Til viðbótar má árétta það sem áður hefur fram komið, að þrátt fyrir að ársreikningur sé jafnan mikilvægt gagn í félagarétti þá eru upplýsingar í ársreikningi ekki lagðar gagnrýnislaust til grundvallar í öllum tilvikum, t.a.m. ef sýnt er fram á að þær séu í ósamræmi við fjárhagsstöðu félags við tiltekið tímamark. 5.3.2.2 Um boðvald: Getur deild innan félags verið undanskilin boðvaldi félags? Hér að framan hafa verið færð rök fyrir því að viss vandkvæði kunni að geta fylgt því að leggja umráð fjármuna samkvæmt ársreikningi til grundvallar niðurstöðu um hvort deild njóti fjárhagslegs sjálfstæðis. Hvað varðar það atriði að lúta ekki 115 Áréttað skal að þessi ályktun er sett fram út frá sjónarhorni félagaréttar. Vera kann að umræddar ráðstafanir hafi tiltekin réttaráhrif samkvæmt reglum annarra réttarsviða. 116 Hér er gengið út frá því að Deildin geti haft stöðu gerðarþola í skilningi fullnusturéttar við framkvæmd aðfarar á þeim grundvelli að dómur hafi (samkvæmt málavöxtum þess dæmis sem hér er fjallað um) viðurkennt aðildarhæfi, og þar með rétthæfi, deildarinnar. Ef fjárnámi yrði lokið án árangurs væri komin upp sambærileg staða og í H 1997:862 (Handknattleiksdeild Fylkis), þ.e. að gert hefði verið árangurslaust fjárnám hjá deild innan almenns (íþrótta)félags. Í umfjöllun um þann dóm í kafla 3.3.4.3 kom fram að héraðsdómur, sem staðfestur var með vísan til forsendna af Hæstarétti, hafnaði beiðni um gjaldþrotaskipti á búi deildar, sem byggð var á árangurslausu fjárnámi, á þeim grundvelli að deildin væri hvorki stofnun né félag, þ.e. ekki aðili sem íslenskur réttur viðurkenndi að gæti átt réttindi eða borið skyldur. Í því dæmi sem fjallað er um hér liggur hins vegar fyrir að dómstóll hefur viðurkennt að Deildin geti átt réttindi og borið skyldur. Ekki verður hér frekar fjallað um hvort skilyrði standi til þess samkvæmt fullnustu­ og skuldaskilarétti að fjárnám og/eða gjaldþrotaskipti nái fram að ganga í tilviki deildar, sem ekki hefur stöðu félags en hefur allt að einu verið talin aðildarhæf af dómstólum. Slíkt er enda viðfangsefni viðkomandi réttarsviða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.