Ný menning - 15.01.1946, Page 15

Ný menning - 15.01.1946, Page 15
N Ý MENNING 15 Rauða hersins er fólginn í öðru og meira en vígorðum og herópum. En brezkir og bandarískir embættis- menn fengu lengi vel ekki að sjá Rauða herinn á vígstöðvunum. Vor- ið 1944 og sérstaklega eftir innrásina á strönd Frakklands leyfði sovjet- stjómin mikilhæfum fulltrúum Bandamanna að fara á vígstöðvarn- ar. Burrotvs hershöfðingi, yfirmáður brezku hernaðarsendinefndarinnar í Moskvu, fór þannig til aðalstöðva Tsjernjakovskís, þegar hin mikla sókn geisaði á hvítrússnesku víg- stöðvunum, er nazistar voru hraktir úr Minsk, Vítebsk, Vilnu og öðrum mikilvægum herstöðvum. Burrows kom margt á óvart. Tsjernjakoskí hafð yfir nijög stór- um her að ráða, en herforingjaráð hans og starfslið var fámennt. Hann hafði bækistöðvar sínar í litlum bóndabæ úr timbri. Þar voru engar ritvélar, engir spjaldskrárskápar eða annar útbúnaður, sem venjulega fylgir aðalbækistöðvum nútímahers. Þegar Burrows spurði, hvernig Tsjernjakovskí Iiéldi sambandi við hinar ýmsu hereiningar sínar, var honum svarað, að herráðsforingi hans æki milli þeirra í jeppa sínum. Snemma morgun einn lagði Bur- rows af stað ásamt herráðsforingjan- um í könnunarferð um vígstöðvarn- ar. Þeir fóru í bandarískum jeppa, sem liðþjálfi ók. Þegar þeir óku um mýrlenda sveitina, sem öll var þakin vötnum, hugsaði Burrows með sér, að hann skyldi minnast á Bailey- brúna við Tjernjakovskí. Þessi brú, semersamsett úr mörgum fyrirfram- tilbúnum hlutum úr stáli og timbri, xer mjög fljótlögð og hafði flýtt mjög fyrir framsókn Bandamanna á Ítalíu. Burrows var á þeirri skoðun, að hún mundi koma Rauða hernum i góðar þarfir. Á leiðinni til vígstöðvanna stað- næmdist jeppinn við vað á fljóti einu. Fótgönguliðsmenn, sem virtust heldur illa búnir, voru að vaða yfir fljótið. Rússneski herhöfðinginn virti þá fyrir sér í nokkrar mínútur. Síðan kallaði hann á þann herdeild- arforingjann, sem næstur var. „Ég vil fá þrjátíu eða fjörutíu af mönnum yðar hingað. Þung lrer- gögn eru væntanleg hingað bráð- um.“ Hershöfðinginn gaf síðan fyr- irskipanir um það, af hvaða stærð og gerð trébrúin ætti að vera, sem hann vildi, að gerð væri á staðnum. Herdeildarforinginn setti á sig fyrirskipanirnar. Síðan spurði hann: „Hvar eiga mennirnir að gefa sig fram, þegar þeir hafa lokið við verk- ið, félagi hershöfðingi?”' Herráðsíoringinn mundi eftir, að hann hafði nýlega farið framhjá skógi, sern var á vinstri hönd um það bil einn kílómetra burtu. Menn- irnir gætu byggt sér bráðabirgðaskýli þar. „Eftir viku eða svo, þegar vél- búnu herdeildirnar koma, geta þeir gengið í N-herfylkið. Segið foringj- anum, að ég hafi sagt, að hann eigi að „taka að sér' þessa menn. Þeir geta svo ef til vill síðar gengið aftur í hereiningu yðar.“ Herdeildarforinginn kvaddi á hermannavísu og tók að velja menn- ina. Burrows, sem skilur rússnesku, hafði hlustað vantrúaður á allt, sem þeim hafði farið á milli. Hann var viss um, að slíkt gæti ekki gerzt í brezka eða bandaríska hernum. Fjöldi spurninga, mótbára og efa- semda kom upp í huga hans,*sem vanur var reglusemi herþjónustunn- ar. Engar ráðstafanir höfðu verið gerðar við birgðastjórann. Hvar voru hinar skriflegu fyrirskipanir? Hvað um heilbrigðisráðstafanirnar? Mundu mennirnir fá viðeigandi fæði? Hvert var burðarþol viðarins? Var brúargerðin sanrþykkt af verk- fræðingadeildinni? Viku síðar átti Burrows aftur leið þarna um. Þung hergögn streymdu yfir fljótið eftir sterklegri bjálkabrú. í viku hafði hann séð mikið af bar- áttuhæfni rauðu herinannanna. En þessi brú, sem hafði verið .lögð af mönnum, sem valdir voru af handa- liófi, með þeim tækjum einuin, sem til voru á staðnurn, opnaði augu hans frekar en allt annað. Augu Burrows hershöfðingja ljóm- uðu af aðdáun, þegar hann sagði mér Irá þessu ferðalagi sínu til vígstöðv- anna. Hann hafði ákveðið að minn- ast ekki á Baileybrúna við Tsjernja- kovskí, en hann hafði haft freistingu til að biðja um nokkra rússneska tré- smiði, sem gætu kennt hinum Bandamannaherjunum að byggja jafngóðar brýr á jafnskömmum tíma. „Ég er nýbúinn að semja skýrslu. Ég býst ekki við, að mér verði trúað í London. En ég get heldur ekki á- sakað neinn fyrir það. Ég hefði sjálf- ur ekki triiað því, aðþetta væri hægt, ef ég hefði ekki séð það sjálfur." Sagan um bjálkabrúna er ekki nema ein af fjöldamörgum, sem bregða birtu á „leyndardóm" Rauða hersins. Starfsemi hinna skipulögðu skæruliðasveita, hin furðulega ein- falda birgðadreifing Rauða hersins, hið mikla frjálsræði og athafnafrelsi, sem foringjarnir á vígstöðvunum hafa, afrek sovjetflugmannanna, liin snjalla og frumlega herstjórn herfor- ingjaráðs Rauða hersins, — allt ber þetta að sarna brunni. í orsökinni að sigrum Rauða hers- ins felst mikil von fyrir menninguna. Sovjetþjóðurium tókst að sigra þá þjóð, sem almennt er talin hafa haft fullkomnast vald yfir vélunum, í því stríði, sem vélarnar gegndu margfalt mikilvægara hlutverki en í nokkru öðru stríði veraldarsögunnar. Og ég er sannfærður um, að henni tókst það með þvi að skilja á sinn hátt, að mannfólkið, — en ekki vélarnar —, er undirstaða alls, og haga sér sam- kvæmt því.

x

Ný menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.