Ný menning - 15.01.1946, Side 17
NÝ MENNING
17
Bvers vegna er reynt að gera það að á-
fellisdómi yfir þessari einu þjóð, að hún
eigi við þreytu og skort að stríða, eftir
öll þau átö'k og alla þá eyðileggingu,
> sem átt hefur sér stað í landi hennar?
Og nú fer lesandinn að láta sér detta
í hug, að ef til vill sé nú ekki allt heil-
agur sannleikur, sem stendur í annálum
Morgunblaðsins viðvíkjandi sovétþjóð-
unum. En sé það tilfellið, — hvað mein-
ar þá blaðið með blekkingum sínum og
rógi gegn þessari stóru, fjarlægu þjóð?
í»ar liggur hundurinn grafinn
Við skulum nú athuga málið betur,
kæri lesari. Ef til vill hefurðu ekki tekið
nógu vel eftir miðvikudagsklausunni í
annál Morgunblaðsins. Hún er svona:
MeScil nálega allra íhaldsmanna og
sumra annarra í Frakklandi, var hugur-
inn gagnvart Rússlandi sambland ótta
og fyrirlitningar. — Taktu nú vel eftir:
ALLRA ÍHALDSMANNA! Það skyldi
þó ekki vera, að enn hefði þetta aum-
ingja blað borið sannleikanum vitni í
gáleysi sínu og ákafa?
Jú, jú, vinur, -— þarna liggur einmitt
hundurinn grafinn. Það er einmitt íhald
allra landa, jafnt hið íslenzka sem hið
franska, jafnt hið brezka sem hið ame-
ríska, sem rekur hinn þrotlausa róghern-
að gegn Ráðstjórnarríkjunum. ÍHALD-
IÐ! Taktu vel eftir því!
Já, en góði Jóhannes, kann nú lesand-
inn að segja. Hvers vegna ætti íslenzka
íhaldið endilega að vera svona hrætt við
Ráðstjórnarríkin, sem ekkert liafa til
saka unnið, annað en þá það að viður-
kenna lýðveldið okkar?
Og það er blátt áfram vegna þess,
minn elslculegi lesari, að í Ráðstjórnar-
ríkjunum hejur sósíalisminn sigrað! ■—•
Þegar íslenzka íhaldið er að níða fjar-
lægar sovétþjóðir, sem það þekkir
hvorki haus né sporð á, þá er það af
vitstola ótta við sósíalismann, ofboðs
hræðslu við missi sérréttinda, blindu
hatri til aukinnar félagshyggju, botn-
lausri fyrirlitningu á rétti hins vinnandi
manns.
Og ég skal trúa þér fyrir því sem
meira er: Þegar íhaldið kemst í ein-
hverja sérstaka klípu, eins og t. d. í kosn-
ingum, bæði vegna skorts á menningar-
legum áhugamálum og vitundar um
vaxtarhæfni sósíalismans, jafnt í blíðu
sem stríðu, þá býr það sér alltaf til
grýlu á þá, sem það gerir sér von um að
séu nógu mikil börn í stjórnmálum, og
hana því afskræmislegri sem meira ligg-
ur við. Nazistarnir þýzku 'reyndu að
gera Rússa að grýlu á borgarastéttir
vesturveldanna, — íslenzka íhaldið hef-
ur dyggilega fetað í fótspor þei: ra í því
sem fleiru. Og það, hvað reynt hefur
verið að gera þá grýlu voðálega núna
upp á síðkastið, er glöggur vottur þess,
hvað íhaldið. kvíðir óstjórnlega fyrir
kosningum þeim, sem nú standa fyrir
dyrum. Og þið skuluð bara sanna til:
enn verður hert á róðrinum.
Ekkerí að óttast
Nú kynni lesandinn að segja sem
svo: Já, en getur það ekki verið hættu-
legt fyrir okkar utanríkispólitík að mis-
bjóða þannig látlaust einu voldugasta
stórveldi heimsins?
Æ, blessaður vertu, íhaldið er nú
ekki aldeilis að hugsa um utanríkispóli-
tík, þegar það sjálft er í hættu statt. Þá
gleymir það ævinlega öllum mannasið-
um, rekur bara út úr sér tunguna og
segir öllu hugsandi fólki að éta skít. Þá
notar það eingöngu aðferð Hiíiers og
Hriflu-Jónasar:' að tönnlast þangað til
á blekkingunum og rógnum, að állir sak-
leysingjarnir séu farnir að trúa. Það
hefur alla tíð verið prógramm xhaldsins
að hræða fólk fyrst og narra það síðan
til að trúa allskonar1’ vitleysu, því það
veit ofurvel, að um leið og hver kjós-
aiidi er orðinn hugrakkur 1 og skarp-
skyggn, þá er það sjálft búið að vera.
Og hvað skal gera nútildags, þegar
svona örðugt er orðið að beita atvinnu-
kúguninni gömlu? Hví slcyldi maður
ekki reyna að nota „rússneska einræðið“
í hennar stað?
En annars skaltu vera alveg rólegur,
lesari góður: ráðstjórnin kippir sér
ekki upp við allt. Moggar og alþýðu-
moggar allra auðvaldslanda hafa frá
öndverðu tjáð henni kurteisiskveðjur
.-.ínr.r á þennan hátt. En henni dettur vit-
ekki í hjaitan^ hug áo lata neina
þ'ó'j g;: Ida fólsku og fíflskapar nokk-
a- . nhx.-júkia ihr.ldshl íða, —• til þess
e hú:: i sen alli of skynsöm og mann-
úðleg. Hún veii líka vel, að ef mann-
i nið á sér nokkra framtíð. þá flosna
;.e... i ]r. s’.crísku aumingjai von hráða.-
méð allar síhar grýlur, en heil-
averui taka við í þeirra
slaS:%
Hins vegar getur \ erið Iiolll að hug-
leið'a, hvernig fyiirsagnir í Morgun-
blaðinu og dúsubörnttm þess myndu líta
,';i. .[ Pravd.a og í-ive-tía tækju allt í
ei::u upp á því að flytja daglega álíka
ii ’ um ídenzku þjóðina og þau
flytja okkúr um R áðsti órnarríkin, enda
vv i sízt lá ndi, þótt þá heyrðist hljóð
Úr horni.
Það er náttúrlega alltaf "þungbær
kross fyrir þjóð, sem teljast vill siðuð,
að verða að sitja uppi með menningar-
lega dragbíti, sem orðnir eru svo alger-
lega forhertir, að þeim þykir „sómi að
kömmunum“. En bæði ráðstjórnin og
aðrir góðir sósíalistar líta á alla slíka
sem '! ’ ■■?• di sjúklinga á vitlausra-
I. kr.pítulismans og haga sér sam-
kvæmt því. Og allir hugsandi alþýðu-
menn á íslandi, hvar í flokki sem þeir
standa, vita vel, að ekkert getur stöðvað
þessa fasísku grýlumakara í hinni fárán-
legu iðju sinni annað en pólitískur
dauðadómur — og hann munu þeir fá
á sínum'tíma.
/
30. des. 1945.
Jóhannes úr Köllurn