Ný menning - 15.01.1946, Síða 22
NÝ-MENNING
22
fyrir sjúkdóma en að lækna þá. Hún
ákveðúr launagreiðslur í sjúkdómstil-
fellum og sér um, að verksmiðjan greiði
til sjúkrasjóða og annarra tryggingar-
sjóða. Ef stjórn verksmiðjunnar van-
rækir greiðslu til sjóðanna, ber trygg-
ingarnefndinni að skjóta því til stjórn-
ar verkalýðsfélagsins, sem íhefur þá
vald til að taka af bankainnstæðu verk-
smiðjunnar það, sem vangoldið er, ef
stjórn verksmiðjunnar getur ekki fært
fullnægjandi rök fyrir framferði sínu.
Tryggingarnejndin úthlutar vist á
hvíldar- og hressingarliœlum og sér um,
að verkamenn eigi þess kost að senda
börn sín á barna- og dagheimili verk-
smiðjunnar og lítur jafnframt eftir
rekstri þeirra. Að sumrinu sér hún um
dvöl barnanna í „ungherja“-búðunum,
hjálpar mæðrum við skemmtanir og eft-
irlit barnanna að vetrinum, einkum í
sámbandi við nýársfagnað og önnur há-
tíðahöld.
Hún stjórnar hinum svonefndu nœtur-
hressingarhœlum í verksmiðjunum. Það
eru stofnanir fyrir verkamenn, sem eru
þreyttir, án þess þó að hafa beina þörf
fyrir dvöl á hressingarhæli, eða vinna
að störfum, sem eru m jög óholl. \ þess-
um næturhressingarhælum njóta þeir
sérstakrar umönnunar, sem ekki er hægt
að veita í heimahúsum, sérstaks matar-
æðis^ kyrrðar og annars er þeir þarfn-
ast, en halda þó áfram starfi sínu að
deginum. Einnig sér nefndin um, að
þeir, er samkvæmt læknisráði þurfa sér-
staka fæðu, fái hana við sérstök borð
í gildaskála verksmiðjunnar.
Meðliinir allra þessara nefnda eru
valdir úr hópi verkamannanna sjálfra og
starfa þeir undir eftirliti Zavkom.
Ef verkamennirnir telja, að Zavkom
standi illa í stöðu sinni, getur almennur
• fundur vikið henni frá störfum og kosið
aðínýju. Hærri stjórn verkalýðssamtak-
anna getur einnig vikið henni frá störf-
um, en hljóta verður sú frávikning sam-
þykki almenns fundar í verksmiðjunni.
Einnig hafa verkamenn ýmsar leiðir til
að koma fram kvörtunum á hendur
verksmiðjustjórninni, sem, ef sannar
reynast, geta orðið til þess að henni sé
vikið frá starfi.
Samskipii verkalýðsfélaga
og verksmiðjustjórnar
í hagkerfi sósíalismans eru engir
einstaklingar, er hirða orð af vinn-
unni. Verkamenn og verksmiðju-
stjórnir leggjast ó eitt með a3 auka
og bæta framleiðsluna. Verkföll
koma ekki til greina, því að verka-
menn eiga ótal önnur ráð til að fá
vilja sinn fram. Hins vegar er al-
rangt. að verkföll séu bönnuð.
Því hefur oft verið haldið fram, að
verkföll væru bönnuð i Sovétríkjunum.
Þetta er alrangt. Hjá okkur er engin slík
löggjöf til, enda vœri hún með öllu ó-
þörf, því spurningin um verkföll kemur
þar aldrei á dagskrá, því verkamennirn-
ir eiga ótal önnur ráð til að fá vilja
sinn fram. Þó verkalýðshreyfingin gagn-
rýni ávallt það, sem henni finnst ábóta-
vant í rekstri fyrirtækja, skapast aldrei
nein óvild milli verkamannanna og
stjórnenda fyrirtækjanna. Verkamönn-
unum er ávallt Ijós hin fjárhagslega af-
koma þjóðarinnar og síns einstaka fyr-
irtœkis, þeir vita að í hagkerfi Sósíalism-
ans eru engir einstaklingar, er hirða
arðinn af vinnunni,'og að allir, jafnt
stjórnendur fyrirtælcjanna og þeir sjálf-
ir, eru launþegar.
Þeir sjá daglega fyrir augum sér ár-
angurinn af erfiði sínu, sjúkrahúsin,
hvíldar- og hressingarhælin, skólana og
háskólana, þar sem börn þeirra eða þeir
sjálfir njóta fullkomnustu menntunar,
hollar og bjartar íbúðir vað vægu verði.
Þeir sjá umhyggjuna fyrir hinum sjúku
og vita, að enginn þarf að kvíða fátækt
og umkomuleysi í ellinni. — Vitanlega
hafa orðið tafir á braut framþróunarinn-
ar af völdum stríðsins, en verkamennirn-
ir skilja orsakir þess til hlítar.
Af þessum sökum dettur engum í hug
að draga úr framleiðslunni með verk-
föllum. Þvert á móti leggjast allir á eitt
með að auka hana og bæta, sem aftur
leiðir af sér aukin lífsþægindi og hærri
menningu.
Til að jafna ágreining milli vinnu og
stjórnar, er í hverri verksmiðju starfandi
nefnd jafnmargra frá báðum aðilum, til-
nefndum eða kosnum almennri kosn-
ingu. Það eru engar ýkjur að segja, að
í allflestum tilfellum náist fullt sam-
komulag, en komi það fyrir, að aðilar
komi sér ekki saman, er ágreiningnum
visað til miðstjórnar samtakanna, sem
ræðir ágreininginn við miðstjórn fram-
leiðslunnar með þátttöku oddamanns.
Hinu má svo ekki heldur gleyma, að
forseti verkalýðssamtakanna og ýmsir af
Dráttarvélaverksmiðja í Tsjeljabinsk í Úralhéruðum