Ný menning - 15.01.1946, Page 27
NÝ MENNING
27
demum, að fall þess og ósigur hlaut
áð hafa á sér blæ hins fátíða og
hrikalega, ef ekki tækist að draga
athygli kjósendanna frá endemun-
um. Þúsundum Reykvíkinga, sem
verða að hýrast í köldum hermanna-
skálum, gisnum skúrum, óvönduð-
um bráðabirgðaskýlum og rökum,
daunillum heilsuspillandi kjallara-
holum, blöskraði fláttskapur og ó-
svífni auðkýfinganna, þegair þeir
tóku að hrósa sér af byggingarfram-
kvæmdum í þágu alþýðunnar á síð-
ustu árum. Og hvar voru þessir víð-
áttumiklu og yndislegu leikvellir
handa börnunum? Hvar var allt
hreinlætið? Var göturykið horfið?
Sáust hvergi rottur lengur? Hafði
sandbylurinn flutt sig suður á eyði-
merkurnar í Afríku? Hafði nýja
ráðhúsið orðið uppnumið ásamt
byggingunni handa alþýðubóka-
safninu og menningarhöllinni
handa æskulýðnum? Hafði togara-
útgerð bæjarins stigið til himins og
íbúðirnar handa hinum húsnæðis-
lausu svifið á dularfullan hátt alla
leið til Paradísar? Hvernig vék
þessu við? Hvernig stóð á því, að
íhaldið hafði um áratugi stein-
gleymt að gera einhverjar ráðstaf-
anir til að tryggja bæjarbúum ætan
og óskemmdan mat? Hvað hafði ver-
ið gert fyrir allt það fé, sem bæjar-
búar greiddu stjórn íhaldsins? Hafði
það líka flogið í ofboði til himna-
ríkis?
Nei, þessum spurningum mátti
ekki svara, því að þá myndi allt síga
á ógæfuhlið og sökkva að lokum f
flyrirlitningu kjósendanna. Nú
voru góð ráð dýr, nú dugði ekki að
spara púðrið og hvellhetturnar, nú
varð að hörfa til nýrra vígstöðva í
skyndi, burt frá Reykjavík, burt frá
íslandi, hörfa óralangt frá höfuð-
staðnum og málefnum íbúanna,
hörfa alla leið til Rússlands og gefa
Stalín karlinum heldur betur á
pansarann.
Snúið um háleist
Þessar vígstöðvar höfðu reyndar
verið prófaðir öðru hverju í röskan
aldarfjórðung með skrykkjóttum ár-
angri. Morgunblaðið hafði hlotið
langa og merkilega æfingu í að lýsa
hörmungunum í ríki verkalýðsins,
þar sem aðalborið fólk missti ekki
aðeins allar eigur sínar, heldur koll-
inn í ofanálag, prestar voru drepnir
unnvörpum, sömuleiðis útgerðar-
menn og kaupmenn, tugmilljónir
dóu árlega úr hungri, fólkið eigraði
um strætin kviknakið og soltið, allt
var ofurselt dauða og lömun, svo
að enginn hafði rænu á að snúa
hressilega upp á skegg sitt, nema ef
til vill einræðisherrann Stalín. En
þessar hroðalegu sögur voru ekki
lengur nothæfar í áróðursskyni. Þær
voru orðnar svo slitnar, en auk
þess vissi fólk miklu meira um
Rússland núna heldur en fyrir
nokkrum árum. Rússland var nú
því miður orðið að öflugu stórveldi,
þrátt fyrir allan hungurdauðann í
Morgunblaðinu. Það hafði sigrað
her þýzku nazistanna í blóðugustú
styrjöld, sem dunið hefur yfir mann-
kynið. Og nú, þegar styrjöldinni var
lokið, virtist það stæltara en nokkru
sinni áður. Þess vegna varð sovjet-
níðið að vera með nýju sniði, — að
öðrum kosti hefði það ekki vakið
neina eftirtekt eða getað sveipað
fortíð íslenzka íhaldsins í reyk og
brælu. Ogviti menn! Morgunblaðið
snýr um háleist og varpar fram al-
veg spánýjum og furðulegum níð-
Morgunblaðið og Göring mæla einum munni
Kvöldið 27. febr. 1933 kom upp eldur f ríkisþinghúsinu í Berlfn.
Sannazt hefur ómótmælanlega, meðal annars í réttarhöldunum í
Núrnberg, að nazistar kveiktu í húsinu að undirlagi Görings til þess
að geta kennt kommúnistum um og gert það að tilefni allsherjarof-
sókna.
Tveim dögum síðar, 1. marz 1933, flytur Morgunblaðið þessa
fréttafyrirsögn:
„Kommúnistar í Þýzkalandi efna til borg-
arastyrjaldar. — Þeir kveikja í ríkisþing-
höllinni í Berlín, og urðu á henni miklar
skemmdir. Einn af brennuvörgunum næst"
Allir, sem vita vildu, vissu, að nazistar kveiktu sjálfir í þinghús-
inu. Samt tekur Morgunblaðið undir lygi Görings um, að kommún-
istar hafi framið glæpinn.
Nú situr Göring, samherji Morgunblaðsins í lyginni, ákærður fyrir
rétti handamanna í Núrnberg og bfður dóms, meðal annars fyrir
ríkisþinghússbrennuna.