Ný menning - 15.01.1946, Síða 32
I
aða orlof á áiú. Lengra orlof á ári
liverju liafa þeir menn, er starfa í
afskekktustu héruðum Ráðstjórnar-
ríkjanna. Verkamaðurinn og em-
bættismaðurinn hafa möguleika á
að verja sínu reglubundna leyfi í
hvíldarheimili, heilsu- og liressing-
arhæli, en Ráðstjórnarríkin hafa
mikinn fjölda af slíkum stöðum.
Árið 1937 komu fagfélögin ein
meira en tveim milljónum manna
fyrir í hvíldarheimilum og 350000
manna fyrir í heilsu- og hressingar-
hælum. Auk þeirra hvíldarlieimila
óg heilsuhæla, sem fagfélögin ráða
yfir, er einnig til mikill fjöldi
heilsuhæla og hvíldarheimila, sem
erindrekar heilbrigðismálaráðu-
neytisins og stjórnir samyrkjubú-"
anna hafa yfir að ráða.
Þýðing hvíldarheimila og lækn-
ishjálpar í heilsu- og hressingarhæl-
um til að endurnýja þrótt verka-
fólksins hefur frá upphafi bylting-
grinnar verið metin að verðleikum.
Fyrir frumkvæði V. I. Lenins var
liinum dásamlegu landeignum stór-
éignamannanna með hinum skugga-
sælu lystigörðum og furuskógum,
sveitasetrum og höllum verksmiðju-
eigendanna á norðurströnd Svarta-
hafsins og á Krímskaganum og í
Kákasíu breytt í hvíldarheimili og
heilsuhæli. Svartahafsströnd Krím-
skagans og Kákasíu var breytt í ó-
slitna heild heilsuhæla og hressing-
arheimila handa þjóðinni. Seinna
fjölgaði ráðstjómin mjög hressing-
arheimilum og heilsuhælum og
valdi til þeirra þau héruð hinna
víðáttumiklu ráðstjórnarríkja, sem
með tilliti til loftslags og landslags
voru bezt til slíkra hluta fallin, og
varði geysimiklum fjárupphæðum í
þessu augnamiði. Þótt fagfélögin
hefðu árið 1929 varið 41.6 míllj.
rúblna til heilsu-, hressingarhæla og
hvíldarheimila, stigu þessi útgjöld
1933 í 238 millj. rúblna og komust
NÝ M E N NIN G
þegar 1937 upp í 884.5 milljónir
rúblna.
Auk framlags félaganna eru
heilsu-, hressingarhælum og hvíld-
arheimilum ætlaðar ríflegar fjár-
upphæðir í ríkisfjárlögum og fjár-
hagsáætlunum samyrkjubúanna.
Alþýðuríkið verndar
vinnandi konur og unglinga
Sérstök lög hafa verið gefin út til
verndar vinnandi konum og ung-
lingum með tilliti til hinna lífeðlis-
fræðilegu sérkenna konu- og barns-
líkamans. ;; 1
Bannað er að láta konur og ung-
linga vinna að sérstaklega erfiðum
og óhollum störfum. Sérstök fyrir-
mæli setja skorður við því, að kon-
ur og unglingar séu látin lyfta þung-
um hlutum. Unglingar mega ekki
vinna næturvinnu; enn fremur er
barnshafandi konum og konum
með barn á brjósti bönnuð yfir-
vinna og næturvinna. Barnshafandi
konur eru leystar undan vinnu í 56
daga fyrir barnsfæðingu og 56 daga
eftir hana án launaskerðingar. Til
hressingar barnshafandi konum
hafa fagfélögin og ríkið komið upp
sérstökum hvíldarheimilum. Konur
með barn á bijósti fá á þriggja
stunda fresti hálfrar stundar vinnu-
hlé á kostnað rekstursins.
Mörk verksmiðjuráð hafa komið
upp þægilegum stofum við verk-
smiðjurnar, þar sem móðir getur
gefið barni sínu brjóstið og auk þess
fengið sér staðgóðan bita ókeypis.
Er kona hefur gengið fimm mánuði
með fóstur, má ekki láta hana skipta
um vinnustað, og ef nauðsyn kref-
ur, verður að útvega henni léttari
vinnu án minnstu launaskerðingar,
o. s. frv.
Hlutverk vinnuverndar
í sósíalistisku ríki
í Ráðstjórnarríkjunum þekkist
enginn éinkarekstur, þess vegna er
þar ekki til nokkurt kapphlaup um
hagnað sem driffjöður framleiðsl-
unnar, en á hagnaðarvoninni er öll
framleiðsla í verksmiðjum einka-
rekstursins byggð. í einkaverk-
smiðjum eru ráðstafanir um vinnu-
vernd gerðar aðeins að svo miklu
leyti, sem þær auka vinnuafköstin
og þar með gróða verksmiðjueig-
endanna.
í Ráðstjórnarríkjunum felst hlut-
verk vinnuverndarinnar í því að
veita öllu verkafólki slík vinnuskil-
yrði, sem gerir því kleift að komast
hjá þeim hættum, sem framleiðslan
hefur í för með sér. Þess vegna er í
framleiðsluskipulagningu hverrar
verksmiðju í Ráðstjórnarríkjunum
gert ráð fyrir öllum þeim ráðstöf-
unum, sem skapað geta heilbrigð
vinnuskilyrði.
139. grein vinnulögbókarinnar
mælir svo fyrir: „Allar verksmiðjur
og aðrar framleiðslustofnanir verða
að gera nauðsynlegar ráðstafanir til
að útrýma eða minnka óholl vinnu-
skilyrði til að komast hjá slysum og
til að halda vinnustöðvum í því á-
standi, sem heilbrigðisreglur krefj-
ast, samkvæmt þeim almennu og
bindandi reglum fyrir hinar ein-
stöku framleiðslugreinar, sem þjóð-
fulltrúaráð í verkamálum gefur út.“
— Eftir að þjóðfulltrúaráð í verka-
málum var leyst upp, eru hinar
bindandi reglugerðir gefnar út af
allsherjarmiðstjórn fagfélaganna,
sem tekið hefur við öllum störfum
fulltrúaráðs í atvinnumálum. —
Hin bindandi fyrirmæli um
heilsusamleg.atvinnuskilyrði og um
slysavarnarráðstafanir eru reist á
nýjustu niðurstöðum vísinda og
tækni í hverri framleiðslugrein fyr-
ir sig og með tilliti til séreínkenna
hennar. Hinar vísindalegu rann-
sóknarstofur vinnuverndarinnar
starfa að því að finna ný ráð til
vinnuverndar og slysavarna, sem