Ný menning

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 34

Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 34
34 N Ý M E N N I N G aði, steinkolavinnslu og bómullar- iðnaði) hefur aðeins á síðustu fimm árum, 1930—1935, fækkað um 30— 40%. í klæðaiðnaðinum fækkaði slysum um 41,3%, í skóiðnaðinum um 40,5%, í leðuriðnaðinum urn 60%. Hinar fremstu verksmiðjur í þessum iðngreinum fara fram úr ineðalhundraðstölum yfir fækkanir slysa um hið tvö-, fjór- og fimrn- falda. Og samt er þessi fækkun slys- anna ófullnægjandi í samanburði við þáð, sem mögulegt væri, og allir möguleikar eru því eltki enn tæmd- ir. — Fækkun þeirra, sem vegna vinnu- slysa verða óvinnufærir um stundar- Sakir, nemur í öllum vélsmiðjum 36,5% meðal karla og 30,8% með- al kvenna; þéssi fækkun nær í verk- smiðjunum í Kolomna 60,2% með- al karla og 44,2% meðal kvenna, í verksmiðjunni „Hamar og sigð“ 46,5% meðal karla og 60% meðal kvenna; í verksmiðjvnni „Rauða al- þjóðasambandið" 42,2% meðal karla og 32,6% meðal kvenna. Svipaða mynd sér maður einnig í hinum iðnaðargreinunum. Sigursæl barátta gegn sjúkdómum Tala sjúkdómstilfella í Ráð- stjórnarríkjunum fer lækkandi með tilliti Hil allra sjúkdóma, einnig þeirra, sem bersýnilega orsakast af vinnuskilyrðunum. Rússland fyrir byltinguna var land, þar sem fólkið var mergsogið, land hinnar erfiðu, sligandi líkam- legu vinnu, og þess vegna voru sjúkdómar, eins og t. d. kviðslit, mjög útbreiddir í borgum og sveit- um. Af þeim æskumönnum, sem kvaddir voru til herþjónustu, voru 0.5—1.5% óhæfir til að gegna henni vegna kviðslits. Heildartala allra kviðslitasjúklinga meðal ungra manna úr verkafólks- og bændastétt Dr. Albert Szeut Gyorgyi, Nóbelsverðlaunavísindamaíur og prófessor í lífefnafræði vió Háskóiann í Búdapest: Mér var sýnt ailt Ég er mjög hrifinn af þeim stórfelldu vísindarannsóknum, sem reknar eru í þessu landi, hinni frábæru skipulagningu þeirra og þeim örláta rausnarleik, sem Sovétríkin sýna í stúðningi sínum til þessara vísindarannsókna. Ég er mjög gagntekinn af þeirri gestrisni, sem okkur var sýnd, og ber vott um það veglyndi, sem ekki aðeins rússnesku vísindamenn- irnir njóta góðs af, heldur einnig vísindamenn um allan heim. Hinar árlegu samkomur vísinda-,,akademísins“ eru mjög mikil- vægar í sambandi við eflingu vísindaiðkana í heiminum. Við fögnum því, að einmitt Rússland hefur tekið að sér forustuna við að sam- eina hinn vísindalega heim. Við væntum þess, að Sovétríkin muni framvegis láta mikið til sín taka við skipulagningu vísindarannsókna í heiminum, því að það er aðeins til einn heimur vísinda, og mörg vísindaleg vandamál fást eigi leyst, nema með samvinnu allra vís- indamanna heimsins. Ég hef dvalið Iengur í Sovétríkjunum en nokkur annar starfs- bræðra minna. Ég þráði ekki einungis að kynnast vísindastofnunum þar, heldur einnig Sovétríkjunum og því fólki, sem þau byggja. Ég heimsótti ýmsar menningar- og menntastofnanir, allt frá heimil- um hjúkrunarkvenna og munaðarleysingja upp til ýmissa háskóla, því að ég er sannfærður um það, að menntunin er það bezta vegar- nesti, sem við getum látið hinum nýju kynslóðum eftir. Sá andi, sem þið kennið börnum ykkar og alið þau upp í, sann- færði mig um, að þið eruð friðsöm þjóð, sem dáið frelsi og viljið veita það öllum. Úr skólum ykkar kemur ekki „vélrænt" fólk, heldur er einkum Ieitazt við að þroska persónuleika hvers einstaklings, og fá það fram, sem í honum býr. Þið alið börn ykkar ekki upp í hatri á mannkyninu, heldur í ást á því og í sætt við það. Ég hef fundið mikinn skyldleika milli þjóðar ykkar og minnar þjóðar, hverrar forfeður komu austan frá Úralfjöllum, og það er bjargföst trú mín, að falslaus vinátta og friður, reistur á samhyggð og skilningi beggja, muni ríkja milli þjóða okkar í framtíðinni. Mér var sýnt allt, sem mig langaði að sjá í landi ykkar, og mér féll það vel í geð, sem ég sá.

x

Ný menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.