Ný menning - 15.01.1946, Page 43
f
NÝ MENNING
mikla fjölda óbreyttra verkamanna, sem
á skömmum tíma hafa orðið þjóðkunnir
og taka nú virkan þátt í stjórn ríkisins.
Flestir þeirra stund-a nú nám í iðnaðar-
háskólum hver í sinni sérgrein.
Reynsla mín getur gefið nokkra hug-
mynd um hinn skjóta frama þessara
manna og þátttöku þeirra í stjórn iðnað-
arins. Ég er sonur fátæks ofnasmiðs.
Eins pg flestir verkamenn á keisaratím-
anum hafði faðir minn engin skilyrði
til menntunar og énga möguleika til að
öðlast þá verklegu kunnáttu, sem gat
skapað honum betri lífsskilyrði. Fyrir
byltinguna var rússneska stjórnin alger-
lega sinnulaus um menntun verkamann-
anna, og börn verkamanna áttu þess eng-
an kost að fá þá þjálfun, sem gerði þau
að góðum iðnaðarmönnum. Margar
menntastofnanir veittu yfirstéttarbörn-
um einum aðgang. Menntunin var dýr
(hún er nú ókeypis í Sovétríkjunum),
og styrkir þekktust ekki. Þess vegna var
það mjög erfitt fyrir syni verkamanna
og bænda að komast í skóla. Að verka-
menn væru gerðir að forstöðumönnum
verksmiðja var algerlega óhugsandi á
keisaratímanum. Eigendurnir kusu held-
ur að fá sérfræðinga utanlands frá, t. d.
voru allir yfirmennirnir í Skorokhod
verksmiðjunni Þjóðverjar.
Ég byrjaði fyrst að vinna í verk-
smiðju 1918 eftir lát föður míns. —
Skömmu eftir byltinguna var iðnskóli
stofnsettur í sambandi við verksmiðj-
una, og á hann gekk ég með það fyrir
augum að auka þekkingu mína. AS af-
loknu skólanámi gerðist ég skósmiður.
Þetta var áður handiðn. Eftir að verk-
smiðjan var endurbyggð árið 1930,
jókst framleiðslan úr tveim milljónum
skópara upp í tuttugu og tvær milljónir
á ári.
Við nákvæma rannsókn á vélinni, sem
ég vann við, komst ég að þeirri niður-
stöðu, að auka mætti afköstin mikið án
bess að gæði framleiðslunnar minnkuðu.
Við 1932 hafði framleiðslan aukizt
ialsvert. Arið 1935 las ég í blöðunum
um vinnuðaferðir Stakhanoffs, kola-
námumanns í Donbas, og um þau niiklu
vinnuafköst, sem hann hafði náð. Þá
datt mér í hug, að einnig við í skóiðn-
aðinum gætum aukið framleiðsluna að
mun og birgt landið betur upp af skóm
en hingað til, ef við tækjum upp vinnu-
aðferðir Stakhanoífs. Ég hóf nákvæma
rannsókn á vélinni til þess að kynna mér
alla hennar leyndardóma og möguleika,
og 21. sept. 1935 setti ég nýtt met: —
Fjórtán hundruð skópör á vskí í stað
sex hundruö og áttatíu, "sem þá var
meðalaíköst.
Þetta urðu tímamót í lífi mínu. Fregn-
in um afköst mín barst brátt um alla
verksmiðjuna. Eg fékk hamingjuóskir
frá verkamönnunum, sem gáfu mér stór-
an blómvönd. Ég sá innilega ánægju i
' andlitum samverkamanna minna. Þetta
met kom af stað nýrri hreyfingu í þá
átt að auka vinnuafköstin í skóverk-
smiðjum landsins. Nýling vinnuafls og
tíma varð kjörorð meðal skóverka-
manna.
Meti mínu var brátt hnekkt af öðrum
verkamönnum. Ég gladdist innilega yfir
afrekum þeirra, því að það stuðlaÖi að
velmegun Sovétríkjanna og jók auð
þeirra og styrk. Ég hélt áfram að leitast
við að bæta vinnuaðferðirnar og áuka
vinnuafköstin, en það hafði í för með
sér auknar tekjur fyrir mig. Ég selti
brátt nýtt met — 1820 skópör á vakt.
Það gladdi mig að viía, að ahnenningur
fengi meira af skóm en áður vegna þess-
ara afkasta minna og félaga minna. —
Síjórnin launáði mér afrek mitt með því
að sæma mig Lenínoröunni.
F.g hélt áfram að stunda námið af
kappi og. auka þekkingu mína. Ég var
brátt gerður að deildarstjóra og ári
seinna að aðstoðarforstjóra verksmiðj-
- unnar. Árið 1938 kusu 300.000 kjósend-
ur í Leníngrad mig í ÆSstaráð Sovét-
ríkjanna. í maí sama ár’ var ég gerður
að forstjóra Skorokhod verksmiðjunnar,
en þangað hafði ég komið 20 árum
áður 12 ára að aldri. Nú hefur mér verið
falin sú ábyrgðarmikla staða að vera
þjóðfulitrúi í léttaiðnaöi Sovétríkjanna.
4.3
Það er fjöldi verkamanna í landinu, *
sem hafaeins og ég byrjað sem óbreyttir
vcikamenn og seinna orðiö forstöðu-
"ænn fyrirtækjanna. — Eg gæti nefnt
marga af félögum mínum sem áður voru
óbreytlir verkamenn í leður- og skóiðn-
aðinum, en eru nú forstöðumenn verk-
smiðja.
Sama gildir um allar iðngreinar í
Sovétríkjunum. Fólkið er hluti af auð-
lagð Sovétríkjanna og vottur unj styrk
þeirra .og vald. Það ann landi sínu mikið
og sýnir hollustu í starfi sínu. Þetta fólk
þreytist aldrei á að læra og búa sig undir
starf silt. Það scm einkennir alit þetta
fólk er hin stöouga viðleitni þess lil að
miöla féiögum sínum af þekkingu sinni,
reynslu og uppgötvunum og stuðla að
þroska þess og framförum.
Arangur þriðju fimm ára áætlunar-
innar um fjárhagslega þróun Sovétríkj-
anna (1938—42) birtist fyrst og fremst
í þróun iðnaöarins og hinni stórauknu
notkun véla í landbúnaðinum. Þetta
krefst fjölda nýrra fagmanna í hinum
ýmsu greinum, en námsskilyrði og þjálf-
un fólks í Sovétríkjunum er trygging
fyrir því, að þessum kröfum verði full-
nægt.
Jobb lianda Jensi Ben.
Morgunblaðinu er hér með eindregið
ráðlagt að láta Jens Benediktsson, fyrr-
verandi ritara nazistaflokksins í Reykja-
vík, núverandi hjálparkokk Valtýs
Stefánssonar, þýða kafla úr eftirtöldum
bókum og birta þá síðan í Lesbókinni.
Bækurnar hafa allar kornið út í Banda-
ríkjunum á síðustu mánuðum, en þær
heita:
These are the Russians (Hér segir frá
Rússujp) eftir Richard E. Lauterbach,
fréttaritara hjá Time og Life.
The Cossacks (Kósakkarnir) eftir
Mcariee Hindus, en eftir hann hefur áð-
ur birzt bók á íslenzku, Brotið land.
I Saw the Russian People (Kynni mín
*