Ný menning - 15.01.1946, Side 44
NÝMENNING
\>V
v •
44
Ferð um Rússland
í Moskvu
ílg byrja me5 því að leggja frani
nokk*'9'‘ staðreyndir.
Hérna cru þær.
{Corian mín og ég fórum til Rússlands
sem gestir VOKS (félags, sein annast
mCnningarsambönd við erlend ríki), og
varmjög höfðinglega farið með okkur.
Eg komst að þvi, að ég er einn hinna
vinsælustu rithöfunda í Sovétríkj unum,
cn það var, svo að ekki sé tekið of djúpt
í árinni, mjög kitlandi fyrir hégómagirni
mína.
Og þó að ég sé hvorki kommúnisti né
mar.xisti, hef ég lengi verið sósíalisti. Og
að lokum get ég sagt það, að rússneska
þjóðin fellur mér vel í geð, og okkur var
hvarvetria tekið tveimur höndum.
Ef til vill ætti ég að bæta því við, að
heimsókn mín var reist á menningarleg-
um, en ekki stjórnmálalegum grundvelli.
--------------------------------------
Jy. ’ ■ • V V
af rússnesku þjóðinni) eftir Ella Winter,
bandarískan fréttaritara.
The Ru-ssian Story (Sagan um Rúss-
lafnd) eftir Nichofas Mikhailov.
Road to Reaetion (Leiðin til aftur-
halds) eftir Herman Finer, en þetta er
svar við bókinni Road to Serjdom
(Leiðin til ánauðar), sem Morgunbl.
hlakkaði sem ákafast yfir í sumar, og
cr ekki hægt að segja annað en kardínáli
afturhaldsins, Hayek, fái heldur hrak-
lega útreið.
Og til þess að lífga upp á lesmálið,
gelur Ivar Guðmundsson valið nokkrar
myndir úr hinni nýju bók, A Picture
Ilistory of Russia eftir John S. Martin,
og koinið þeim haganlega fyrir í I.es-
bókinui.
Kafli úr ferðasögu J. B. Priestley
Fór sem athugandi
Auk þess, sem ég sá það, er ég ætlaði
mér að sjá í §ovétlýðveldunum, átti ég
margar mikilsverðar umræður í Moskvu
um stöðu og réttindi erlendra rithöfunda
í Rússlandi og möguleika á menningar-
legum viðskiptum Bretlands og Sovét-
sambandsins. En það er allt og sumt. Eg
var þar ekki til að ræða utanríkisstefn-
una í Kreml.
En á hinn bóginn ferðaðist ég þús-
undir mílna og sá allt, sem ég æskti, á
sex eða sjö vikum. Og þar sem ég er
álitinn vera reyndur athugandi venju-
legra karla og kvenna, notfærði ég mér
út í æsar þetta tækifæri til þess að sjá
og heyra.
Rússland byrjaði fyrir okkur á flug-
stöð Rauða hersins í Berlín, sem hefur
gagnstætt flugstöðvum í Vestur-Evrópu
mjög frjálslegt útlit. Við flugum til
Moskvu dálítið kvíðin í flugvél Rauða
hersins, er stjórnað var af ungri stúlku,
og var flugvélin troðfull af liðsforingj-
um úr Rauða hernum og ýmiss konar
farangri.
GóSir flugmenn
Allir reyktu. Leikið var á píanó-har-
moniku og sungið undir. Flöskur gengu
á milli. Það var afmælisveizla í loftinu,
mjög rússnesk og örvandi, svipuð þeim,
er við tókum þátt í síðar meir í mörgum
rússneskum flugvélum, en okkur virtist
hún á þessari fyrstu ferð dálítið tvísýn
og vafasöm.
Ef satt skal segja, þá eru rússneskir
flugmenn mjög góðir og virðast geta
hafið sig til flugs af stöðum og lent, þar
sem fátt eitt minnir á flugvöll. En í
fyrstu vissum við þetta ckki. Og okkur
létti mjög, er við lentum heil á húfi í
Moskvu, þar sem tekið var forkunnarvel
á móti okkur.
Fólk á orðið svo lítið eftir af blekk-
ingum, að ég kinoka mér við að útrýma
einni af þeim, sem eftir eru, en sann-
leikurinn knýr mig til að skýra frá því,
að þegar fyrsta morguninn fórum við
allra okkar ferða í Moskvu alein og ó-
trufluð, eins og við værum í London eða
New York eða hvar sem vera skyldi ann-
ars staðar, án þess að nokkur lcynilög-
regla væri á hælunum á okkur (nema
hún hafi þá verið dulbúin í gcrvi grá-
spörvanna, sem við sáum á götunum).
Og hér er staður til að skýra rækilega
frá því, að við eyddum ekki tíma okkar
umkringd af túlkum, leynilögregluþjón-
um eða hljóðritum. Þess vegna fengum
við að sjá það, er hugur okkar girntist,
tókum á móti gestum og endurguldum
heimsóknir, því að kona mín kunni nóg
í rússnesku til að’ gera okkur kleift að
ræða við fólk. En ef við æsktum þess
að fá að vera alein, var ekkert því íil
fyrirstöðu.
í Moskvu er verið að sýna í Ádeilu-
Leikhúsinu mjög skemmtilegt leikrit,
er nefnist „Herra Perkins heimsækir
bolsévíka“, og byrjar það með því að
sýna amerískan verzlunarmann og ritara
hans, er þeir leita í hverjum krók og
kima að hljóðritum í herbergi sínu á
gistihúsi í Moskvu, og hæðir góðlátlega
þá landfleygu lygasögu, að stöðugt sé
haldið njósnum um hinn erlenda ferða-
mann í Rússlandi og honum aðeins sýnd-
ir örfáir útvaldir hlutir.
Skuggalag,
en þá undarlega fögtir bcrg
Moskva virtist skuggaleg, er við litum
hana augum í fyrsta skipti. En þegar
byrjaði að snjóa, kom hennar eigin,
undarlega fegurð í ljós. Sumir hlutar
hennar Iíkjast Manchester í nóvember,
aðrir, einkum skemmtigarðarnir, Black-
pool, En hvarvetna sáust hin grænu eða
■