Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 48
NÝ MENNING
íhaldið fyrir efsta dóitti staðreyndanna
Þórbergur Þórðarson lýsir hér saanleiksást MorgunblaSsmannanna
„ViS, seni ekki nenntum aÖ bæta
brauð okkar í þióSfélaginu með
kjánalegu hugmyndarutli um Sovét-
ríkin, vissum ofurvel, hve allt þetta
fimbulfamb yðar var langt fyrir neð-
an allar hellur. Við vöruðum yður
hvað eftir annað við þessufn fífla-
skap, því að þér mynduð áreiðan-
lega fara flatt á honum fyrir efsta
dómi staðreyndanna. Við vissum, að
þv'ættingur yðar, að Rússlandi væri
stjórnað af grimmum einræðisskálki
og lítilli klíku ofstækisfullra konnn-
únista til hagsmuna fyrir sjálfa þá
og gæðinga þeirra var tilhæfulaus
rógburður. Við vissum með fullurn
rökum, að hinir „gömlu og góðu“,
sem Stalín átti að hafa drepið af sér,
voru samskonar þjóðfélagsfyrirbæri
og opnuðu allar gáttir fyrir innrás-
arher Þjóðverja í Frakklandi sumar-
ið 1940 og sviku ættjörð sína á dög-
um neyðarinnar. Þau leynast engu
síður á hinum æðri bekkjum yðar.
Við vissum, að það var hlægilegt
rugl, að Stalín hefði svikið sósíalism-
ann. Við vissum, að það var alltaf
verið að framkvæma sósíalismann í
ríkara og ríkara mæli í Sovétríkjun-
um. Við vissum, að þar höfðu átt
sér stað risavaxnari framfarir tvo
síðustu áratugi en dæmi yrðu til
fundin í sögu þessarar jarðar. Þetta
frumstæða landbúnaðarland var á
einum 20 árum orðið þriðja mesta
iðnaðarland í heimi. Við vissum, að
það var ekki til nokkur einasta klíka
í Sovétríkjunum, sem stjórnaði land-
inu fyrir sína eigin hagsmuni og gæð-
inga sinna: Það er stjórnarfar auð-
valdslandanna. Við vissum, að Sovét-
ríkjunum var stjórnað með hagsmuni
heildarinnar fyrir augum, með gengi
allra að tskmarki. Við vissum, að
þar höfðu allir jafna möguleika til
að þroska hæfileika sína og njóta
gáfna sinna í hinum mikla konsert
lífsins. Þar var enginn settur hjá og
undir engan hlaðið með sérréttind-
um. Við vissum, að kjör fólksins fóru
þar í öllum greinum síbatnandi, þó
að þau ættu ennþá langt í land að
ná því stigi, sem kjör aílra komast
á í sósíalistísku ríki fullsköpuðu . . .
En það, sem búið var að gera í Sovét-
ríkjunum á þessum tuttugu árum
auðvaldákreppunnar, var þó furðu-
Iegasta ævintýri mannkynssögunnar.
Við vissum, að engln þjóð hefði get-
að ort þvílíkt ævintýri, ef hún hefði
liðið undir þeirri tilfinningu, að hún
væri kúgaður þrælalýður. Við v-iss-
um, að fólkið í Sovétríkjunum fann
það I einu og öllu, að það hafði eign-
azt landið sem það byggði, að það
átti sjáljt akrana, orkuverin, verk-
smiðjurnar, skipin, skólana,. barna-
hælin, hvíldarheimilin, vísindastofn-
anirnar, bókasöfnin, leikhúsin, söng-
hallirnar, kvikmyndahúsin, verzlun-
arbúðirnar. Við' vissum, að svo að
segja hvert einasta vígfært manns-
barn, alla leið vestan frá Eystrasalti
austur að Beringssundi myndi verja
þessi verðmæti allir fyrir einn og einn
fyrir alla, ef á þau yrði ráðizt.
vissum, að það var vísvitandi lyga-
saga, að það yrði bylting í Sovétríkj-
unum, ef þ.au lentu í styrjöld. Við
vissum meira að segja, að ekkert
stj órnskipulag á jarðarímettinum
myndi reynast eins stöðugt í sessi og
skipulag Sovétríkjanna. Við vissum,
að þá fyrst gæfi heiminum að líta
inóralska reisn í styrjöld, þegar þjóð-
ir Sovétríkjanna drægjust inn í hild-
arleikinn. Og við vissum, að þelta
hvíidi allt á þeirri undirstöðu, að í
.Sovétríkjunum var öil stéttaskipting
úr sögunni, aliar sérréttindaklíkur út-
þurrkaðar, allar hagsmunamótsetn-
ingar afmáðar, — í raun og veru
meira lýðræði og fyllra jafnrétti en
í hinum svokölluðu lýðræðisríkjum
auðvaldsiandanna.“
En hjá íhaldinu ltomst elcki að nein
vitglóra:
,,. . . 011 rök, allar sannanir, öll sér-
fræði, allur vísindalegur virðuleiki,
sem ekki níddi niður bolsévíkana og
affiutti hið sósíalistíska þjóðskipulag,
var brennimerkt sem hlutdrægni, ó-
sannindi, trúarbrögð eða mútuþjón-
usta. Þér vóruð ófáanlegir til að líta
við nokkrum þeim heimildargögnum,
sem lýstu Sovétríkjunum í hlutlausu
ijósi. Flestir yðar lásu ekkert um þau
og viidu ekkert um þau vita annað en
það, sem hægri hiöðin hér í bænum
fiuttu yður, en það voru nálega und-
aíitekningarlaust ranghermi og ó-
sannindi. En þeir fáu, sem eitthvað
skyggndust lengra, voru á spani eftir
falsritum, níðbæklingum og róg-
skruddum um ástandið þar eystra og
kættust eins og krakkar við hverja
ijóta kjaftasögu, sem þeir gátu snap-
að saman um Sovétríkin.
Nú hafa staðreyndirnar sýnt ó-
gleymanlega öllum heimi, hv^rt
fræðsla yðar um Sovétríkin hefur
leitt yður . . .“
Ur greininni „Samherjar Hitlers“,
Tímariti Máls og menningar, 1941