Voröld - 15.02.1949, Side 11

Voröld - 15.02.1949, Side 11
úr borg og byggð cru eítir þá menn, sem stóðu við stjórnvöl ihinna ýmsu þjóða, len sumar eftir sérfræð- inga á ýmsum sviðum. Hér og þar í þessum ritum er íslands getið, þótt lítill sé þess bhit- ur í styrjöldinni í samanburði við margt annað. Upplýs- ingum þessum, sem ikoma fram hér og þar, er rétt að halda saman, því að margt verður tínt tii, þegar þessi saga verður öll skráð. Nýlega eru út fcomnar í Bandaríkjunum æviminning- ar Cordells Hull, fyrrv-erandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Þetta er mifcið verk í tveim stórum bindum, enda hefur Hull frá löngum og við- burðaríkum ráðherraferli að segja. Hull minnist lauslega á ísland á tveim stöðum. Afstaða Bandaríkjanna til Islands var, að því er Hull sagir frá, vandlega athug’uð í utanríkisráðuneytinu í Wash- ington, allt frá stríðsbyrjun. Ráðuneytið vissi um óskir Þjóðverja um flugréttindi hér og starfsemi þeirra hér undir „vísindaleigu11 yfirskini, en þó ákvað Hull að setja !ekki upp ræðismannsskriifstofu í Rvík nema stríð brytist út. Það fcemur greinilega í ljós hjá Hull, að honum og ráðu- neyti 'hans var það léttir, er Islendingar tóku utanríkis- mál sín í eiigin hendur, því að öll viðskipti við stjórnina í Kaupmannahöfn urðu mjög enfið eftir hernám Þjóðverja. Tilkynnti ameríska utanríkis- ráðuneytið Dönum þá, að það mundi skipta við Islendinga beint. Hull sfcýrir frá því, að Winston ChurehilL hafi sent Roosevelt forseta orðsendingu 14. júní 1941, þegar samkomu- lag hafði orðið milli Breta og Bandaríkjamanna, að hinir síðarnefndu skyldu send'a her til Islands (hálfum mánuði áður en samningurinn við Is- lendinga var undirritaður!). I orðsendinigunni segir Chur- chill: „Mér er _ það taikið hvatningarefni að hermenn yðar taka við þessum kalda stað. Eg vona, að þér skýrið rækilega frá því, þegar fyrstu sveitirnar koma þangað. Það mundi einnig hafa hin ágæt- ustu áhrif á Spáni, í Vichy- Frakklandi og Tyrklandi/1 Þessi síðasta setning vakti athygli Hulls. Hann segist ha’fa hugsað til þess, hvernig þetta sannaði, að viðburður í einu .'’landi hefur áhrif í öðrum, þótt langt sé á milli. Honum fannst það eftirtektar- vert, að það, sem Bandaríkin gerðu á Islandi, skyldi hafa áhrif alla leið til Tyrklands, 'en hann kveðst hafa vitað, að svona væri það. EISENHOWER UM „N ORÐURLEIÐIN A.“ Onnur merkilieg bók um styrjöldina, sem vakið hefur mikla athygli, er „Krossferð í Evrópu“ eftir Dwigbt D. Eisenho wer, hershöf ði ngj a. Island kemur þar að beita má ekkert við sögu, en þó er í bókinni smáklausa, sem á heima i sögu Íslands og styrj- aldarinnar. Klausan er sem hér segir: ,,Á ferð okkar fórum við um Norðurleiðina, . sem flug- herinn hafði komið upp, og' átti eftir að verða mikilvægur liður í lokasigrinum yfir Möndulve'ldunum í Evrópu. Flugvellir í Maine, á Ný- fundnalandi, í Labrador, á Grænlandi, íslandi og Sfcot- landi gerðu okkur kleift að fljúga öllum flugvélum, jafn- vel orustuflug'vélum, til Evr- ópu. Án þeirrar leiðar, sem komið var upp þrátt fyrir erfiðleika og vonbrigði og jafnvel megna vantrú á nota- -gildi hennar, befðum við varla getað viðhaldið þeim her, sem við sendum til Evrópu.“ Fí'flið í fjölleikahúsinu í Moskvu er nú orðið einn hæst launaði maður Sovétríkj anna. H-ann heitir Karan d’- Ash, og fær 6000 rúblur á mánuði, sex sinnurn meira en ríkislæknar eða rafmagns- fræðingar, og álíka mi'kið og doktorar í sögu við vísinda- akademíið! VORÖLD il

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/1956

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.