Voröld - 15.02.1949, Blaðsíða 21

Voröld - 15.02.1949, Blaðsíða 21
 skólamál notkun. ófullgercf, önnur sfcemmra á veg fcornin, og fastráðið að byggja nokkur enn til viðbótar. Sama máli gegnir um frambaldsskól a. Reistir bafa verið gagnfræða- skólar og húsmæðraskólar og aufc bessa hafa mörg skólahús verið endurbætt og stækkuð, svo að þau eru sem ný. Þeirri skoðun hefur verið hreyft að skólabyggingar væru nú orðnar svo stór þátt- ur í byggingaframkvæmdum þjóðarinnar, að æði gengi næst, og aðrar bráðnauðsyn- legar byggingar væru þeirra vegna látnar sitja á hakanum; sé því fullþörf að stinga við fótum og renna auga til ann- arra þjóðþrifastofnana, sem í húsnæðislhraki eru. Ekki verður þó þeim, sem skóla- málum stjórna, borið það á brýn með neinni sanngirni, að þeir hafi unnið verk sín af meira kappi en forsjá. — Þeim hefur þótt sjálfsagt að iáta sitt ekki eftir liggja; og sé svo, að meira hafi verið VORÖLD byggt af skólahúsum en öðru síðustu árin liggur næst að halda, að þeir, sem þar lögðu hönd á plóginn, hafi fylgt fastast á eftir, því að ekki er vitað, að nein áætlun hafi verið gerð um það, hvað byggja sfculi af húsum til af- nota. fyrir stofrianir (rí'kisins né nein ahnienn rannsókn lát- in fram fara á því hverra bygginga sé mest þörf. Mergurinn málsins er sá, að við Islendingar erum í hús- næðishraki og höfum alltaf verið í húsnæðishraki. Ibúð- arhúsnaáði, skóla og sjúfcra- hús vantar nú og hefur alltaf vantað. Til s'kamms tirna var einvörðungu byggt úr mjög óvaranlegum byggingarefn- um og eins lítið og hægt var. Söfcum þess varð ekki ‘hjá því komizt að byggja meira af skóiaíhúsum sem öðru á styttri tíma en ella mundi, og skyldi því engan undra, þótt ruðzt sé um fast, þegar fé er fyrir hendi eins og var i lok síðustu heimsstyrjaldar. En hvernig væri nú að taka skipulagninguna í þjón- ustu byggingarmálanna, hvernig væri að gera áætlun um, hversu mörg skólahús reisa skuli á áfcveðnum ára- fjölda, eftir því, sem fjárhag- ur þjóðarinnar leyfir, og at- huga síðan gaumgæfilega og ákveða sam'kvæmt því, hvaða skólahús skulu látin sitja í fyrirrúmi. Þessari bugmynd hefur áður verið hreyft, en vitanlegt >er, að slíkar skipu- lagning'ar er þörf á fleiri svið- um byggingarmálanna, og sennilega hefur þetta vafcað fyrir þeim, sem gagnrýnt hafa hinar mifclu framkvæmd- ir við skólabygginga. í vetur eru 573 barnakenn- arar með ken ryj rarét ti nd um starfandi í skólum landsins. Þar af eru 148 fastir kennar- ar í Rvík og 29 stunda- og forfallakennarar, 104 í öðrum kaupstöðum, 192 í föstum skólum utan kaupstaða og 100 farbennarar. Einn myndarlegasti bamaskólinn á landinu, Melaskólinn. 21

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/1956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.