Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 19

Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 19
Hún heyrði hann bjástra við tappann og bölva honum. Þegar hann kom inn til henn- ar aftur, var hann fölur. „Mig langar til að tala alvarlega við þig, ef þér er það ekki á móti skapi,“ sagði hann með þreytulegri röddu. „Alls ekki.“ Hann settist við hlið hennar og hóf þenn- an venjulega barlóm um freistingar lífsins, hvernig maður gæti villzt í þokunni. Hún brosti og gaf honum til kynna, að hún þekkti allar afsakanir hans og væri orðin takmarkalaust leið á þeim. Hann stirðnaði. Hann varð styggur, já, meira en það, hann varð blátt áfram skelfdur. Irene stóð upp. „John,“ sagði hún, „ef ég hefði ekki ver- ið svona ung og óreynd, hefði ég strax séð í gegnurn þig. En ég varð ástfangin af þér, það var ólánið. Ég vildi óska, að ég hefði aldrei hitt þig, en nú er of seint að tala um það, og ég ætla að reyna að afbera það þangað til börnin eru komin upp.“ Hún gekk frá honum - og hún hló. Hann heyrði hana hlæja á leiðinni upp stigann. Og upp frá þeirn degi nálgaðist hann hana ekki. Þennan hlátur var hann hræddur við. Dag einn milli jóla og nýárs bauð hann ungri stúlku úr auglýsingaskrifstofunni til kvöldverðar ásamt unnusta hennar. Þegar hann hringdi heim og sagði Irene frá því, sagði hún aðeins: „Vesalings ungi maðurinn, þetta verður erfitt kvöld fyrir hann.“ Þögn.------Þegar Irene kom með slíkar háðglósur, var þögnin hans einasta vörn. Annars var hún ætíð vingjarnleg við hann á ytra borðinu — leikaraskapur, hugsaði hann. Lily Berg reýndist vera óvenjulega falleg og innilega heimsk auglýsingafyrirmynd. Hún reyndi að sýnast fáguð, en unnusti hennar, sem hét Egon Svendsen, var merki- SKEMMTISÖGUR legur með sig, án þess að reyna að gera sig til. Strax fyrir kvöldverðinn, þegar þau drukku vínblöndu, byrjaði John að horfa á Lily, og þetta ákafa augnatillit hafði auð- sjáanlega áhrif á Lily. Því næst sneri hann sér undan, rétt eins og hann þyldi ekki að horfa á slíka fegurð. Irene kannaðist við þetta bragð, og liún sá glöggt, hversu heill- uð stúlkutetrið varð. Við kvöldverðinn var John töfrandi og gerði hana enn þá ringlaðri. Hún flissaði hrifin af öllu, sem hann sagði. En ungi maðurinn hló ekki. Bæði hann og Irene sáu allt, sem fram fór milli hinna. Þau urðu brátt útlits eins og þau væru nýkomin út úr járnbrautarjarðgöngum og hefðu kysstst án afláts inni í myrkrinu. Að lokum var kvöldið á enda. Irene hugs- aði hve lengi þetta myndi halda áfram. En hún lofaði sjálfri 'sér, að jafnskjótt og börn- in væru orðin nógu stór, skyldi hún fá skiln- að og taka aftur upp sitt fyrra starf, burt frá þessu heimili, sem John hafði eyðilagt. Kvöldið fyrir gamlársdag var John enn einu sinni fjarverandi, hann þurfti að „vinna“. Irene sat inni í setustofunni og horfði á hríðina úti fyrir. Dyrabjöllunni var. hringt, Irene fór og lauk upp. Úti fyrir stóð ungi maðurinn, Egon Svendsen. „Gerið svo vel að koma inn, Svendsen." Hvað skyldi hann vilja? hugsaði hún gi'öm. „Ég þarf að tala dálítið við yður og ég vissi, að þér voruð ein,“ sagði hann og hristi snjóinn af frakkanum sínum. Þegar þau voru setzt, hélt hann máli sínu áfram: „Frú Hauch, yður finnst það vafalaust óviðeigandi, að ég skuli koma hingað til yð- ar og tala um mann yðar, en mér finnst þetta allt yður að kenna. Hvernig stendur á því, að þér látið manninn yður; þennan 17

x

Skemmtisögur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.