Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 31
ir þú að rainnsta kosti tvo bíla ...“ Hann
talaði af hinni mestu stillingu.
Hún lagði frá sér ferðatösku, sem hún
hélt á í hendinni.
„Þú hefur á réttu að standa. Það var
heimskulegt af mér. Nei, ég get ekkert tek-
ið með mér. Ekkert ...“ Og hún leit með
hryggðarsvip um herbergið.
„Allt í lagi, Leila, láttu það eiga sig. Þjóf-
urinn, eða þjófarnir, fá heiðurinn af því.“
„Þú tekur þessu svo rólega, William.“
„Við verðum að standa saman, Leila.“
„Og þessi fimmtíu þúsund — getur þú
skaffað þau á morgun?“
Hann yppti öxlum. „Já, ef nauðsyn kref-
ur, þá get ég alltaf útvegað peninga."
Rödd hennar varð nú rnjög ákveðin.
„Það er nauðsynlegt. Ég verð að komast
af stað, áður en eitthvað hræðilegt kemur
fyrir. Ef lögreglan kæmist á snoðir um, hvað
gerzt hefur hér, og tæki mig fasta, þá ...“
„Hvað þá, Leila ...?“
„Þá rnyndi ég neyðast til þess að segja, að
þú hafir verið vitni að því sem skeði. Og
nafn þitt ... já, það myndi verða hræði-
legt fyrir hina nafnkunnu fjölskyldu þína,
ef það vitnaðist, að þú hafir verið riðinn
við svona hneykslismál. Það gæti einnig
hugsast, að þú yrðir grunaður um að hafa
hleypt banaskotinu af.“
Augnaráð hans var rólegt sem áður, og
framkoma hans öll jafn örugg og ótrufluð.
„Já, auðvitað, ég skil það. Og þegar þú
liefur móttekið þessi fimmtíu þúsund, þá
hverfur þú úr þessum heimi, ég meina þess-
um heimshluta. Hvert ætlar þú að fara?“
Svarið kom samstundis.
„Til Suður-Ameríku, til Brasilíu, til
Matto Brosso. Þar getur maður gersamlega
horfið, hefi ég heyrt.“
Hann lagði aðra höndina á liandlegg
hennar.
„Það lítur næstum svo út, sem þú hafir
vænzt þessarra málaloka."
Hún varð skömmustuleg á svipinn.
„Af manni eins og honum ... getur mað-
ur búist við því versta. Þig grunar ekki,
hvað ég hefi orðið að ganga í gegnum."
Hann leit á úrið sitt.
„Ef þú kærir þig um að koma þessari
íjærverusönnun í kring, held ég að það sé
bezt að þú flýtir þér dálítið. Gerðu allt klárt
hérna inni, ég skal sjá um að ganga svo frá
að utan, að enginn sjái að hingað hafi
nokkur komið, ókunnugur, meina ég.“
„Og hvað svo?“ spurði hún. „Hvaða leið
eigum við að fara út úr húsinu, án þess að
nokkur sjái okkur?“
„Eldhúsmegin, held ég. Nerna þú viljir
heldur fara niður eldvarnastigann.“
Hún greip fram í fyrir honum, alveg laf-
hrædd.
„Af þriðju hæð! Það er ómögulegt. Ég
get það ekki!“
„Ekki heldur þótt um lífið sé að tefla?"
„Nei, ekki heldur þótt um lífið sé að
tefla. En farðu nú bara að gera þær ráðstaf-
anir, sem þér sýnist lielzt viðeigandi. Ég
skal vera fljót að taka mig til. Og svo verð
ég að fá þessa fimmtíu þúsund dollara. Þér
er vel Ijóst, hvað það hefur að segja."
Hann brosti afar tvíræðu brosi.
„Það hef ég þegar gert mér ljóst.“
Hann gekk inn í stofuna, þar sem harm-
leikurinn hafði átt sér stað, og beygði sig
niður yfir skrokkinn sem lá á gólfteppinu.
Stewens lá óhreyfður í sömu óhreyfanlegu
stellingunum. Því næst gekk Warfield að
dyrunum og hlustaði. Það eina, sem heyrð-
ist, var niðurinn í lyftunni, er nú var á
leið upp. Hann gekk fram og aftur í nokkr-
ar mínútur, eins og hann væri óráðinn í
hvað gera skyldi, síðan sneri hann sér að
myrta manninum, tók eitthvað upp úr vasa
sínurn og lét það falla á gólfið ...
Nú heyrði hann rödd Leilu, utan úr gang-
inum.
„Þá er ég tilbúin, William. Kemur þú?“
SKEMMTISÖGUR
29