Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 23

Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 23
 Hann hélt því fram, að hann myndi varla þekkja fyrri konu sína aftur, þótt hann mætti henni, en hann reiknaði ekki með því að hún yrði heimagangur hjó seinni konunni . . . EINNI EIGINKONU um o Smásaga eftir PHYLLIS DUGANNE. MÁNUÐI áður en brúðkaupið átti að fara fram, skýrði Bill tilvonandi eiginkonu sinni frá því, að hann hefði verið giftur einu sinni áður. „Jæja,“ sagði Kay dálítið forviða. „Það var reyndar nærgætnislegt af þér, að þú skyldir yfirleitt hafa fyrir því að segja mér það. Var hún sæt?“ „Það var hún víst, en ég held að ég myndi varla þekkja hana aftur, þótt ég mætti henni á götu,“ sagði Bill. „Jæja,“ sagði Kay aftur. „Ég vona bara að það komist ekki upp í vana hjá þér, gagn- vart öllum konunum þínum.“ Bill settist við hlið henni. „Þú verður ein- asta konan í lífi mínu, það sem eftir er æv- innar,“ lofaði Bill. „Veiztu ekki að ég elska þig?“ Kay kinkaði kolli. Jú, það vissi hún. Hún vissi að minnsta kosti svo mikið, að ef Bill elskaði hana, þó að ekki væri nema svona hálft á við það, sem hún elskaði hann, þá var allt í lagi. Margoft, áður en þau giftust, spurði hún ýmissa spurninga varðandi fyrri konu Bills. „Hvað var hún gömul... hvað er hún göm- ul?“ „Hver?“ „Hún, sem þú varst giftur.“ 20 „Nú-já, Trilby? Hún var einu ári eldri en ég, hún lilýtur þá að vera tuttugu og níu. Eldgömul, ekki satt?!‘ Kay var tuttugu. „Áttu mynd af henni?" spurði hún seinna. „Af Trilby? Nei, ekki einu sínni í hugskoti mínu.“ „Segðu mér eitt — hataðirðu hana?“ „Nei,“ svaraði Bill. „Ég kærði mig bara ekkert um hana. Við áttum ekki saman. Ertu nú ánægð?“ Hún brosti. „Það er ekki af einskærri for- vitni, sem ég er að spyrja. Ég skil bara ekki, livernig nokkur kona hefur yfirleitt getað séð af þér, Bill. Giftist hún aftur?“ „Það hef ég ekki hugmynd um, Kay.“ Fyrst í stað, eftir brúðkaupið, hugsaði Kay af og til um fyrri konu Bills. Hvort hún liefði nokkru sinni látið suðuna koma upp á kaffikönnunni eða brennt kökurnar. Hafði Bill, þegar allt kom til alls, elskað hana? Hún spurði nú einskis framar, því að hann kærði sig augsýnilega ekki um að ræða um Trilby. SKEMMTISÖGUR \ I Trilby Þau höfðu verið gift í fjóra mánuði, þeg- ar Bill þurfti að takast ferð á hendur til Chicago. „Ég vildi óska að ég gæti liaft þig með mér,“ sagði hann. „Þú verður að muna að gæta þín vel — hafa öryggiskeðjuna líka fyrir á daginn. Og horfðu vel í kringum þig áður en þú ferð yfir götuna." Hún hló. „Hefurðu gleymt að ég liafði fasta stöðu og eigin íbúð, hálfu ári áður en við giftumst?" „Nei, en þú verður mér stöðugt dýrmæt- ari með hverjum deginum sem líður.“ Þetta var í fyrsta skiptið, sem þau höfðu verið fjarri hvoru öðru, síðan þau giftust, og um kvöldið, þegar hún var komin upp í rúmið, eftir að hafa sett öryggiskeðjuna samvizkusamlega fyrir dyrnar, fór hún að velta því fyrir sér, hvernig lífið myndi verða ef hún nyti ekki lengur návistar Bills. Það var hræðilegt að borða morgunverð alein, daginn eftir. Ef flugvélin, sem Bill var með, hrapaði núl Ef hann yrði nú fyrir bíl í Chicago! Hann símaði til hennar klukkan níu, og það hjálpaði. Um fimm-leytið sat hún í góðu skapi við að gera við náttfötin hans. Þá hringdi síminn. „Get ég fengið að tala við Bill Emerson?" Þetta var þýð og við- kunnanleg konu- rödd. „Hann er ekki í borginni. Eru nokkur skilaboð, sem ég gæti fært honum? Þér talið við frú Emerson." Hin fagrakonu- rödcl fór að hlæja. „Það gleður mig að tala við yður, frú Emerson. Þér talið við frú Em- erson.“ Kay drap tittlinga framan í símaá- haldið. Tengdamóðir hennar átti heima í Kalifornlu. „Nafn mitt er Trilby Emerson. Þér eruð nýja konan lians Bills?“ „Já,“ svaraði Kay óróleg. „Þá eruð það líka þér, sem ég þarf að tala við. Ég hef nýskeð frétt um giftingu Bills, og ég vildi gjarnan óska ykkur báðum til hamingju." „Takk — takk,“ sagði Kay. „Ég rakst á Don Evans í kokktail-boði, og hann sagði mér af því. Hann sagði, að þér væruð ungar, laglegar og greindar." „I-hí, — hjálpi mér,“ sagði Kay. Trilby Emerson liló. „Þér eruð víst af- skaplega sætar,“ sagði hún. „Mér myndi þykja vænt um að hitta yður við tækifæri." „Það ætti ekki að verða svo erfitt,“ svar- aði Kay. „Viljið þér ekki koma og drekka te með mér?“ „Núna í dag?“ spurði Trilby hissa. „Já, því ekki það?“ sagði Kay. „Nei, því ekki það,“ sagði Trilby. „Jú, takk fyrir, þá kem ég.“ Kay flýtti sér inn í svefnherbergið og skoðaði sig í speglinum. Hún púðraði sig ofurlítið, fór einu sinni yfir varirnar með varalitnum og braut heilann um, hvort hún ætti að hafa kjólaskipti, en hætti við það. Dimm-blái kjóllinn, sem hún var í, var uppáhalds-kjóll Bills.------- Dyrabjöllunni var hringt, og augnabliki síðar stóð Trilby Emerson og horfði á Kay Emerson. Þær voru báðar jafn forvitnar og hissa, hvor gagnvart annarri. í setustofunni virtu þær hvora aðra bet- ur fyiir sér. Hvernig, hugsaði Kay, gat Bill komið til hugar að taka mig fram yfir hana? Kay virtist Trilby vera forkunnarfögur og geðfellcl. Hún var hattlaus, og hár hennar var slétt og skolleitt. Hún var blátt áfram og vingjarnleg, og frúrnar urðu brátt málkunnugar. Ef til vill var Kay eitthvað einkennileg innanbrjósts, SKEMMTISÖGUR 21

x

Skemmtisögur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.