Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 11
„Var það nokkuð alvarlegt, góði minn?"
sjmrði Emily, þegar hann gekk fram í gegn-
um ganginn.
„Nei," sagði hann stuttaralega. „Það var
bara ein af þessum venjulegu, bjánalegu
kvenmönnum, sem ímynda sér allt hreint."
Hann vonaði innilega, að hann hefði rétt
fyrir sér.
Nákvæmlega klukkan ellefu kom hann á
Warren-gatnamótin. Hann sá hana tvístíga
á gangstéttinni, dragandi á eftir sér akfeit-
an kjölturakka.
Hann hlaut að hafa verið viti sínu fjær.
Hvernig gat honum nokkurn tíma geðjast
vel að þessari þykkmáluðu kvensnift?
Hann stöðvaði bílinn og heilsaði.
„Þetta var fallegt af þér, Arthur."
„Þetta er víst ekki bara bragð?"
„Bragð?"
„Já, ég á við —"
„O, nú skil ég.“ Hún hló illgirnislega.
„Nei, ég held, að þú hafir tekið leikregl-
urnar greinilega fram, Arthur. Hætta jafn-
skjótt og annað hvort yrði leitt."
Hafði hann í raun og veru sagt annað
eins? Það var eins og í lélegum reyfara.
„Það er þá eitthvað alvarlegt á seyði?"
„Heldurðu að ég hefði annars hringt?"
„Um hvað hefur hann spurt?"
„Um það, hversu oft þú hafir vitjað mín
meðan hann var í verzlunarferðinni —hvort
þú kæmir að næturlagi. Og hann hefur líka
þaulspurt vinnukonuna."
Arthur Lynd strauk skjálfandi hendi um
ennið.
„Og í gærkvöld, þegar hann hélt ég svæfi,
heyrði ég hann hringja til einhvers og
spyrja, hvernig læknir þú værir. Sérðu ekki,
að þetta er alvarlegt, Arthur?"
tlann fann, að hann fölnaði. Drottinn
minn dýri, hvílíkt fífl hafði hann verið!
„Heyrðu nú,“ sagði hann ákafur. „Við
megum ekki láta verða neitt hneyksli! Skil-
urðu það? Þú ert konan hans — þú verður
SKEMMTISÖGUR
að stöðva hann með einhverjum ráðum. Ef
það verður hneyksli er úti um mig, og ég
hef rétt nýlega lokið að greiða Iánið, sem
ég varð að taka til þess að geta setzt hér að.
Ég lief ekki efni á því að starf mitt verði
eyðilagt."
„Það er ekki um annað að gera en bíða
og sjá hvað setur, Arthur."
Hún hafði öldungis rétt fyrir sér, því mið-
ur. Þau gátu ekki annað gert. Það gátu lið-
ið nokkrir dagar áður en Robert Reading
sýndi spilin, sem hann hafði á hendinni —
dagar, ef til vill vikur, í kveljandi óvissu.
„Reyndu fyrir alla muni að vera vel á
verði!" sagði hann stuttaralega og ók burt
í flýti. 1
Það sem eftir var dagsins ók Lynd læknir
í bíl sínum um þjóðvegi héraðsins og hugs-
aði ráð sitt.
Hann formælti þeim degi, er hann hefði
komið til Park Longlands. Fyrir þann tíma
hafði hann verið efnilegur læknir, sem
treysti hæfileikum sínum, en hér hafði
hann smátt og smátt forpokazt. Það var
ekki liðið hálft ár, þegar allar kvenland-
eyður bæjarins voru farnar að leita til hans
og biðja um ráðleggingar vegna ímyndaðr-
ar ofkælingar og taugabilunar. Af því að
hann var „svo laglegur maður," af því að
hann hafði „svo dásamlegt læknisviðmót",
og af því að Wilson gamli hafði bein í nef-
inu og vissi, hvernig átti að meðhöndla þær
á viðeigandi hátt.
Hann hafði hlustað á þær, brosað til
þeirra, haldið í höndina á þeim og sagt, að
hann „skildi", og svo hafði hann sent aum-
ingja eiginmönnunum okurreikninga.
Hvað nú, ef Robert Reading krefðist
skilnaðar? Það fór nístandi hrollur um
Arthur Lynd. Hann sá Elsu Reading í
vitnastúkunni, taugabilaða, móðursjúka ...
Elneyksli, skilnaður, fyrirsagnir í blöðun-
um, fyrirspurnir læknafélagsins. ... Það fór
hrollur um Arthur Lynd.
9