Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 36
hann, „verkamaður var myrtur nærri heim-
ili yðar fyrir fáeinum dögum. Morðið var
framið með þessum veiðihníf.“ Hann ýtti
frá sér öskjunni. „Þetta er vandaður hníf-
ur. Framleiðandinn segir, að það séu ein-
göngu veiðimenn, er kaupi þá, og veiði-
menn, sem hafa peningaráð. . .. Við höfum
rannsakað, livort nokkrir, sem hafa áhuga á
veiðum, búi nálægt morðstaðnum. Þér vor-
uð sá eini, Gilkes. Okkur kom x hug, að
hnífnum hefði verið stolið frá yður.“
Fíann tók um blaðið á hnífnum og rétti
mér hann.
„Þakka fyrir,“ sagði ég, „en ég kæri mig
ekki um að setja fingraför mín á hann.“
Hann leit niður á borðið. „Þér vilduð
víst ekki gera okkru' þann greiða að gang-
ast undir það snrávægilega formsatriði?“
Eg stóð upp. „Því miðui,“ sagði ég, ekki
laus við gremju, „það vil ég sannarlega
ekki.“
Hann strauk hökuna. „Nú, það er ekki
nauðsynlegt. Svo var ein spurning enn,
Gilkes. Þér hafið verið burtu í nokkra daga.
Viljið þér segja, hvert þér fói'uð?“
„Já,“ sagði ég. „Ég var tvo daga í kránni
hjá Dorking. Og ekki í fyrsta sinn.“
„Þakka,“ sagði hann. Og svo fór ég.
Það komst skriður á málið, líkt og stein,
sem veltur niður bratta. Ég hefði átt að
vita, að gestgjafinn myndi spurður, og sér-
hvert smáatriði rannsakað.
Jú, Gilkes hafði farið í pósthúsið með
böggul. — Stóran böggul? — Já, nokkuð stór-
an. Ekki ólíkur því, að í honum væru föt.
Pósthúsið: Nei, enginn böggull afhentur
þennan dag.
Og svo: Hvar gat Gilkes hafa falið bögg-
ulinn? í skóginum eða á vatnsbotni. Lög-
reglan slæddi í vatninu. ...
Ég var tekinn fastur samkvæmt þessum
líkum. Nú var ekkert því til fyrirstöðu, að
lögreglan tæki af mér fingraför. Vörn
minni, sem byggðist á því að morðið hefði
verið framið í svefngöngu, trúði enginn. Ég
var dæmdur til dauða og átti að hengjast.
Það voru skelfilegar mínútur, sem ég lifði
er ég stóð undir gálganum með bundið fyr-
ir augun. í næstu andrá átti hið hræðilega
að gerast. .. .
Ég vaknaði með ópi — og settist upp í
riiminu. Ég var votur af svita.
Það leið nokkuð, áður en ég áttaði mig
til fulls. Mig hafði dreyrnt tvo drauma í
einu, eða hvorn eftir annan. Fyrst hafði ég
upplifað morðið og síðan framhaldið.
Somers kom inn. „Góðan daginn,“ sagði
hann. „Það var óhugnanlegt þetta rnorð,
hérna úti fyrir. ...“
Ég starði á hann. Var hann orðinn vit-
laus? Eða var ég það? Ég kveikti á eldspýtu
og lét hana brenna upp. Loginn brenndi
mig í gómana, svo það kom ofurlítil blaðra.
Mig var þá ekki að dreyma. Guð veri lof-
aður.
„Hvaða rnorð, Somers?“
Hann rétti mér kvöldblaðið frá deginum
áður. „Það lá framrni í forstofunni. Þér haf-
ið auðsjáanlega ekki lesið það. Það er á
baksíðunni."
Ég las: „Lík miðaldra verkamanns fannst
á götunni í gær . . . það var illa útleikið,
sennilega með oddhvössu áhaldi. ...“
Ég starði, ekki á blaðið og ekki á Somers,
heldur inn í hið óþekkta. Mig rámaði ekki
vitund í að hafa lesið þessar línur áður. Og
þó hlýtur því að hafa verið þannig varið.
Þegar ég kom heim um kvöldið og fór úr
regnkápunni, hlýt ég að hafa rekið augun í
línurnar á baksíðunni, en það hefur gerzt
algerlega óafvitandi. Á eftir höfðu svo „Dr.
Jekyll og mr. Hyde“, og ef til vill allt of
margir vindlar, lagt til framhaldið.
„Þetta var andstyggilegt," sagði ég.
Somers var alveg á sama máli.
En það var ekki morðið, sem mér var
í hug.
ENDIR
34
SKEMMTISOGUR