Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 5
F O R M Á L I
HVAR, HVER, HVAÐ?, bók sú, sem hér kemur fyrir sjónir íslenzkra
lesenda í fyrsta skipti, veitir gagnorð og auðfundin svör við fjölda þeirra
spurninga, sem fólk þarf og langar til að fá svör við daglega, en sem
annars myndi kosta mikla vinnu og fyrirhöfn að fá.
Það er ætlunin að þetta verði árbók, komi út á hverju ári, stöðugt í
nýjum myndum og verði þannig verðmæt eign, full af fróðlegu og skemmti-
legu efni. Vegna þess hve fjölbreytt og yfirgripsmikið efni bókarinnar er,
skal mönnum bent á að nota sér til hlýtar við lesturinn efnisyfirlitið aftan
við bókina. Næsta ár verður bókin enn stærri og fjölbreyttari. Útgefendur
eru þakklátir ef þeim er bent á það sem lesendum þykir skorta á í bókina
og einnig fyrir tillögur um ný efni í hana.
Slík bók sem þessi er alveg einstæð. Hún er ekki alfræöabók, ekki
hagfræðileg árbók, ekki kennslubók né skemmtirit, heldur er hún eigin-
lega allt þetta í senn og þess vegna bók sem menn geta leitað í upplýsinga
um ákaflega margt, sem þeir þurfa að fá svör við í daglega lífinu og
líka bók sem hægt er að taka sér í hönd, þegar menn skortir skemmtilega
dægrastyttingu.
Bækur í sama formi koma nú út í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Hol-
landi, og útgáfa samskonar rita hefst á næsta ári í Englandi og Finn-
landi. í Danmörku hefur upplag bókarinnar vaxið úr 30.000 eintökum
árið 1934 upp í 140.000 eintök árið 1946, og gátu útgefendur þó ekki haft
upplagið eins stórt í ár og þeir vildu, vegna pappírsskorts. Fyrri árgangar
eru löngu uppseldir þar sem hver sem betur gat safnaði þessum bókum
og eignaðist með þvi ódýra og handhæga upplýsingastofnun fyrir heimili
sitt, bók sem hann getur spurt um þúsundir atriða og alltaf^ fengið
svar, bók sem hann getur stytt sér stundir við hvað eftir annað. í henni
getur hann ryfjað upp stórviðburði veraldarsögunnar, fylgst með upp-
finningum manna frá því fyrsta, kynnst stefnum í málaralist, — eða þá
séð hver er þingmaður hvers kjördæmis hér og hver atkvæðatala
hans, eða hvað formaður Slysavarnadeildarinnar á ísafirði heitir.
Ritstjórnin.