Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 197
U. M. F. I.
191
Ungmennafélögin á íslandi,
Fyrsta ungmennafélagið er stofn-
að á Akureyri 14. janúar 1906. Þau
telja því 40 ár að baki. Aðal hvata-
menn að stofnun þeirra voru Þór-
hallur Bjarnason og Jóhannes Jós-
epsson, nú hóteleigandi í Reykjavík.
Þeir höfðu báðir dvaliö á Norður-
löndum og kynnst norsku ung-
mennafélögunum og áhrifum þeirra.
Þau voru stofnuð 10 árum áður.
íslenzku ungmennafélögin höfðu
svipuðu hlutverki að gegna, þegar
í öndverðu, og þau norsku. Starf-
semi þeirra hófst, þegar barátta
þjóðanna fyrir stjórnarfarslegu
Séra Eiríkur J. Eiríksson, sam-
bandsstjóri U. M. F. í.
frelsi — sjálfstæðisbaráttu þeirra —
var i algleymingi.
Stofnendur Umf. Akureyrar voru
16 að tölu. Þeir voru þessir: Eggert
St. Melstað, Gísli Jónasson, Guð-
brandur Magnússon, Gunnl. Tr.
Jónsson, Jóhannes Jósepsson, Jó-
hannes Jónasson, Jón Helgason, Jón
Steingrímsson, Jón Þórarinsson,
Jónas Þórarinsson, Magnús Jóseps-
son, Magnús Lyngdal, Pétur Jón-
asson, Pétur Snæland, Þórhallur
Bjarnarson og Þorsteinn M. Jóns-
son.
Það var bjart yfir þessum 16
mönnum og áformum þeirra, er
Umf. Akureyrar var stofnað 14.
janúar 1906 og sungið var hvatning-
arljóðið eftir Pál Jónsson Árdal, sem
þetta er upphaf á:
„Vökum! Vökum! Vel er sofið.
Værð og svefn ei lengur stoðar,
Nótt er flúin burt úr byggðum,
blessuð sólin landið roðar.
Upp með nýjum andans móð,
upp til starfa rísi þjóð,
upp með fánann, fylkjum liði þétt,
fagurt hlutverk er oss öllum sett“.
Tilgangur félagsins var, sam-
kvæmt lögum félagsmanna, í fyrsta
lagi:
Að reyna að safna æskulýð lands-
ins undir eitt merki, þar sem hann
geti barizt sem einn maður, með
einkunnarorðunum: Sannleikurinn
og réttlætið fyrir öllu. í sameiningu
gæti hann aflað sér líkamlegs og
andlegs þroska. „Vér viljum reyna
að vekja æskulýðinn af hinum
þunga svefni hugsunarleysis og sljó-
leika fyrir sjálfum sér, til einingar
og framsóknar, vekja lifandi og