Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 78
72
Styrjöldin
sem hann í slðasta skipti hvetur
Englendinga til að hætta stríðinu.
22. júlí: Utanríkisráðherra Breta,
Haliíax lávarður, vísar friðar-
áskorun Hitlers á bug.
8. ágúst: Þýzkar loftárásir á Eng-
land hefjast.
6. sept: Karol Rúmeníukonungur
segir af sér; sonur hans, Mikael,
tekur við völdum.
27. sept.: Berlín, Róm og Tokio und-
irskrifa hernaðarsáttmála til 10
ára.
24. okt.: Hitler og Petain mar-
skálkur hittast til að ræða með
sér möguleika á þýzk-frönskum
friði.
28. okt.: ftalskar hersveitir ráðast
inn í Grikkland.
5. nóv.: Roosevelt kosinn forseti
Bandaríkjanna í þriðja skipti.
IX. des.: Englendingar byrja sókn
í Norður-Afríku.
22. des.: Anthony Eden verður ut-
anríkisráðherra Breta.
1941.
22. jan.: Tobruk í Norður-Afríku
gefst upp fyrir Englendingum.
11. marz: Bandaríkjaþing sam-
þykkir láns- og leigulöggjöfina,
til þess að styðja lýðræðisríkin.
27. marz: Bylting herforingja í
Júgóslavxu. Simovitsch hershöfð-
ingi myndar stjórn.
6. apríl: Þjóðverjar ráðast á Júgó-
slavíu og Grikkland.
17. apríl: Júgóslavar gefast upp.
23. apríl: Grikkir gefast upp. Kon-
ungurinn og stjórnin flýja til
Kretu.
20. maí: Þjóðverjar lenda fallhlifa-
liði á Kretu.
2. júní: Þjóðverjar hernema Kretu.
22. júní: Þjóðverjar, ítalir og Rúm-
enar hefja stríð gegn Sovétrúss-
landi.
26. júní: Ryti forseti tilkynnir að
Pinnar séu í stríði við Sovét.
13. júlí: Ensk-rússneskur sáttmáli
um að undirskrifa ekki sérfrið.
14. ágúst: Roosevelt forseti og
Churchill forsætisráðherra semja
Atlantshafstilkynninguna.
25. nóv.: Antikominternsáttmálinn
frá 25. nóv. 1906 milli Þýzka-
lands, Japan og Ítalíu endurnýj-
aður í Berlín. Danmörk, Búlgaría,
Pinnland, Króatía, Rúmenía,
Slóvakía og Nankingstjórnin í
Kína skrifa undir sáttmálann.
6. des.: England segir Pinnum,
Rúmenum og Ungverjum stríð á
hendur.
7. des.: Japanir byrja styrjöld gegn
U. S. A. með sprengjuárás á Pearl
Harbour og Manilla.
11. des.: Þjóðverjar og ftalir segja
U. S. A. stríð á hendur.
22. des.: Hitler tekur æðstu stjórn
þýzka hersins að sér.
1942.
1. jan.: Pulltrúar frá 26 ríkjum,
sem eiga í stríði við möndulveld-
in, undirskrifa í Washington sátt-
mála þess efnis, að ekkert þeirra
megi semja sérfrið við öxulrikin.
2. jan.: Japanar hertaka Manilla,
höfuðborgina á Philippseyjum.
15. febr.: Singaporsvígið gefst upp.
9. apríl: Hinar síðustu amerísku
hersveitir á Philippseyjum gef-
ast upp.
26. maí: Molotov í London. 20 ára
hernaðarsáttmáli milli Breta og
Rússa undirskrifaður. Rommel
hershöfðingi hefur sókn í Norður-
Afríku.
24. júní: Þýzk-ítalskar hersveitir