Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 147
HVAÐ ER PENICILLÍN?
Einhver skemmtilegasti kaflinn í
sögu læknavísindanna er sagan af
uppfinningu og framleiðslu nýs lyfs,
penicillinsins. Fyrir nokkrum árum
var það aðeins athyglisvert fyrir-
brigði á rannsóknastofunni, sem
nokkrir vísindamenn þekktu. í dag
eru vísindamennirnir á einu máli
um að penicillínið muni reynast
skæðasta vopnið í baráttunni við
fjölda sjúkdóma, þar á meðal blóð-
eitrun, lungnabólgu og lekanda. Það
er jafn áhrifaríkt og sulfalyfin í
baráttunni gegn sjúkdómum, sem
stafa af gormbakteríum (streptok-
okkunum). Það er einstætt i bar-
áttunni gegn stafbakteríunum
(stafylokokkum). Þessar bakteríur,
sem einnig eru nefndar sárabakterí-
ur, eru einhverjir hættulegustu ó-
vinir mannsins, jafnt í friði sem
stríði.
Saga penicillínsins hófst 1929 —
dr. Alexander Fleming starfaði í
rannsóknastofu sinni í Lundúnar-
háskóla að því að rannsaka mjólk-
urkenndan bakteríugróður og skiptu
bakteriurnar milljónum. Hin at-
hugulu augu hans tóku eftir ein-
kennilegu fyrirbrigði. Á glerplötunni
var örlítill blettur, sem reyndist að
vera grænn myglusveppur — og
hringinn í kringum þennan blett
var tær vökvi. Eitthvað varð bakt-
eríunum að fjörtjóni. Sveppurinn,
serii hafði valdið dauða bakterí-
anna, hafði borizt í loftinu. Þannig
hófst saga penicillínsins af ein-
skærri tilviljun — og fyrir athygli
dr. Flemings.
Þessi sveppur, sem olli breytingu
bakteríugróðursins á glerplötunni,
nefnist „Penicillium natatum".
Hann er skyldur myglusveppnum í
Roquefort-ostinum. Eitthvað efni,
sem sveppurinn gefur frá sér, eyddi
bakteríunum.
Dr. Fleming uppgötvaði þennan
svepp, en frekari rannsóknir lágu
niðri þar til 10 árum siðar. Hver
var ástæðan fyrir þessu langa hléi
á rannsóknunum? Hún var ein-
göngu sú, að á þeim tíma var lítili
áhugi fyrir lækningu sjúkdóma með
lyfjum, sem unnin voru á efna-
rannsóknastofum. Allt of margir
höfðu leitað árangurslaust að slík-
um töfralyfjum gegn sóttkveikjun-
um. Þeir höfðu allir komizt að
þeirri niðurstöðu, að slík lyf væru
banvænni sjúklingunum en bakter-
íunum. En svo komu sulfalyfin til
sögunnar, og þá vaknaði aftur á-
huginn á rannsóknum á þessu
sviöi.
Sulfalyfin báru furðulegan ár-
angur í baráttunni við nokkra bakt-
eríusjúkdóma, en brugðust alger-
lega í viðureigninni við hina hrylli-
legu sárasjúkdóma, sem styrjaldir
hafa í för með sér. Dr. Howard
Flory frá Oxford kom uppgötvun
Flemings til hugar. Græni myglu-
sveppurinn hafði haft banvæn áhrif
á bakteríugróðurinn á glerplötunni.
Skyldi áhrifa hans gæta í manns-
líkamanum? Það hafði hvorki
Florey né nokkur samstarfsmanna
hans hina minnstu hugmynd um.
En þeir ákváðu að rannsaka málið.
Þeir hófu rannsóknir sínar með því
að rækta græna myglusveppinn í
leirflöskum. Þegar svepparnir höfðu
vaxið saman í þétta skán, tóku
efnafræðingarnir við. Einhversstað-
ar í sveppnum var falið efni, ban-
vænt bakteríum. Efnafræðingarnir
vinsuðu úr þau efni í sveppnum,