Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 257
Slysavarnafélagið
251
mundur Björnsson landlæknir, fram
j til ársins 1932, en þá tók við Þor-
j steinn Þorsteinsson skipstjóri og sat
til 1937, en síðan Friðrik Ólafsson
I skólastjóri frá 1938—39 og Guð-
j bjartur Ólafsson hafnsögumaður
' hefur verið það siðan 1940.
Þegar á fyrsta fundi var Jón E.
Bergsveinsson ráðinn erindreki hjá
félaginu og hefur hann verið það
síðan, en eftir að starfið gerðist
umfangsmeira, hefur mönnum verið
fjölgað þar. Jón Oddgeir Jónsson
er nú fulltrúi félagsins, en Hem'y
Hálfdánarson skrifstofustjóri.
Eins og kunnugt er, eru nú deiid-
ir félagsins því nær í hverri sveit
á landinu, en hin fyrsta var stofnuð
í Sandgerði. Alls voru þær stofnaöar
7 fyrsta starfsár félagsins.
Flestar voru deildirnar stofnaðar
árið 1939, alls 23, og voru margar
þeirra stofnaðar fyrir forgöngu
sama mannsins, sr. Jóns M. Guð-
jónssonar, þá prsts í Holti undir
Eyjafjöllum, en nú að Akranesi.
Mjög margar kvennadeildir starfa
nú að slysavörnum, og var hin
fyrsta þeirra stofnuð árið 1930, og
hafa konurnar sýnt stórfellda fórn-
fýsi og áhuga í starfi sínu fyrir
þessi mál. T. d. má nefna, að árið
1938 lögðu 4 kvennadeildir við
Faxaflóa fram 36.000 krónur til út-
halds björgunarskipsins Sæbjargar.
Félagatala Slysavarnafélagsins óx
j hröðum skrefum, þannig að nú eru
í í því alls um eða yfir 15000 með-
limir, þar af 358 ævifélagar.
Félagið hefur frá byrjun lagt kapp
á að eignast sem mest af björgun-
artækjum og koma sem víðast upp
björgunarstöðvum við kaupstaði og
verstöðvar. Hin fyrsta var sett upp
í Sandgerði og þar var líka fyrsta
björgunarbát félagsins valinn stað-
ur, en hann kom hingaö til lands
15. apríl 1929 og gáfu þau hjónin
Guðrún Brynjólfsdóttir og. Þor-
steinn Þorsteinsson hann. Var bát-
urinn skírður Þorsteinn. Hann hef-
ur nú verið fluttur til Reykjavíkur.
Björgunarstöðvar félagsins eru nú
yfir 40 talsins og eru björgunar-
bátar á 8 þeirra, ásamt fluglínu-
tækjum. Sumsstaðar eru aðeins
fluglínutæki, sumsstaðar bæði slík
tæki og sæluhús fyrir skipbrots-
menn.
Björgunarskip hefur félagið eign-
azt, þar sem Sæbjörg er, og hefur
hún aðstoðað fjölda báta í náska,
þegar hún hefur verið að björgun-
arstörfum hér við Faxaflóa og víð-
ar. Það reyndist félaginu fjárhags-
lega um megn að kosta útgerð skips-
ins, svo það var leigt ríkisstjórninni
með skilyrðum um að það fengist
við björgunarstörf, þegar þess væri
mest þörfin.
Svo sem kunnugt er, eru sand-
arnir á suðurströnd landsins ein-
hverjir hættulegustu staðir fyrir
skipreika menn að berast í land á,
vegna hinna miklu fjarlægða til
bæja, enda höfðu margir skipbrots-
menn orðið þar úti og látið lífið, þótt
þeir kæmust heilir í land. Það var
árið 1930, að erindreki félagsins hóf
máls á því að byggð yrðu skipbrots-
mannaskýli á söndunum, fleiri en
áður höfðu verið þar, en það fyrsta
lét Ditlev Thomsen konsúll reisa á
sinn kostnað árið 1904 og gaf það
ríkinu. Skýlin á söndunum eru nú
orðin 5 og eru öll búin fluglínu-
tækjum.
Árið 1936 fór Jón Oddgeir Jóns-
son fram á það við stjórn félagsins,