Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 122
116
List
5. Kubismi II.
keim klassikisma, þar eð
hann leitar eftir við-
ráðanlegu samræmi lín-
anna. Lærifaðir stefn-
unnar, Henri Matisse,
hefur sagt: „Það er
draumur minn að skapa
list, fullkomna að jafn-
vægi, hreinleika og ró
... að listin eigi að vera
eins og þægilegur hæg-
indastóll, sem leita megi
sér hvíldar.
Kúbisminn. Orðið er
leitt af kubus = ten-
ingur, og Matisse not-
aði það fyrstur, árið
1918, í háði um ákveð-
inn myndaflokk, sem
einkenndist af ákveð-
inni köntóttri eða kassa-
laga uppbyggingu (4).
Stefnan grundvallaðist
á frásögn Cezannes um,
að hann skoðaði nátt-
úruna í frumatriðum
sem tening, sívalning
og keilu. Hún vill ekki
skoða hlutina með f jar-
vidd (perspektiv), en
breiðir aftur á móti úr
þeim fyrir áhorfandann.
Kúbisminn hélt bæði
fram þjálfaðri skynsem-
isvinnu og hinu breiða
kraftmikla formi, og er
því engu síður i ætt við
neo- impressionismann
en fauvismann, en and-
natúralistiskar tilhneig-
ingar eru enn þá ríkari
hjá kúbistum. Þeir eru
snortnir áhrifum frá
svertingjalist, vélum
og öðru. f fyrstunni var
(nákvæmni formsins)
litblær kúbismans dauf-
ur (grár, brúnn, svartur
og gulur litur), frá því
um 1918 varð hann lit-
ríkari (5). Brautryðj-
endim stefnunnar, Bra-
que og Picasso, hafa
smám saman unnið sig
frá hinum upprunalega
kúbisma, leitandi frjáls-
ara, persónulegra forms.
í andstöðu við þetta
varð neo-kúbisminn til
sem ströng stefna, er
heldur fram Ijósu sléttu
formi, án meiriháttar
persónulegrar tjáningar
í frjálslegri notkun
pensilsins, ísmeygilegra
lita, talandi tákna o. þ.
h. Þessar frumreglur er
að finna í sterkari mæli
í ný-plastikismanum, er
var teoretisk- og mein-
lætahreyfing, sem eink-
um átti sér fylgi í Hol-
landi. Hún var án sam-
bands við veruleikann
og myndirnar voru oft
aðeins af einföldustu
formum og litum (6).
Skyldur var konstrúkt-
ivisminn, sem fylgdi í
fótspor rússnesku bylt-
ingarinnar. Hann not-
aði engu síður en mál-
verkið ýms nýtízku efni,
eins og t. d. gler, nikk-
el, steinsteypu, tréning
(celluloid) o. fl. í
Frakklandi reis upp
samsvarandi stefna,
kölluð purismi (pur =
hreinn); einkum stund-
uð af málurunum og
byggingameisturunum
Ozenfant og le Cor-
busier (7). Hún líkist
neo-kúbismanum, en
fæst meira við fleti.
Expressonisminn er
einn algengasti, en ó-
ljósasti allra isma.
Fauvisminn er oft tal-
inn heyra undir ex-
pressionismann, en —
með vissum undantekn-
ingum — stendur hann
fjarri hinni íhugulu
þýzku listastefnu, sem
fyrst og fremst hefur
6. Nyplasticismi.