Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 259
Skipastóllinn
253
Skipastóll landsmanna árið 1945.
Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar
var skipaeign landsmanna í árslok
1945 638 skip. SamanlögS smálesta-
tala þeirra brúttó var 38.253. Skip-
in skiptast í tvo aðal flokka: gufu-
skip og mótorskip. Þessir flokkar
skiptast svo í 10 flokka, sem hér
segir: Botnvörpuskipin eru 28 og
samanlögð smálestatala þeirra 9.383.
Önnur fiskiskip, en svo nefnist ann-
ar flokkur. Af þeim eru 14 gufu-
skip, sem eru samtals 2.832 brúttó
lestir, og mótorskipin eru 579 og
smálestatala þeirra 15.701. Alls eru
því í þessum flokki 593 skip og smá-
lestatala þeirra er samtals 18.533
brúttó lestir. Parþegaskipinu eru
alls 6. Þrjú þeirra eru gufuskip,
sem eru samtals 3.601 brúttó lestir.
Hin þrjú eru mótorskip, samtals
1.729 lestir brúttó. Alls nemur því
smálestatala farþegaskipanna 5.330
lestir brúttó. í þriðja flokki eru
vöruflutningaskip. Pjögur þeirra eru
gufuskip og þrjú mótorskip. Gufu-
skipin eru samtals 3.995 lestir brúttó,
en mótorskipin 268 lestir. Smálesta-
tala vöruflutningaskipanna er þvi
4.263 lestir brúttó. í næsta flokki
eru varðskipin. Þau eru bæði mótor-
skip 569 lestir brúttó. Við eigum
eitt björgunarskip, sem er 64 lestir
brúttó. í síðasta flokki er dráttar-
skip, sem er mótorskip og er 111
brúttó lestir að stærð.
Farþegaskipin eru þessi: Brúar-
foss, Lagarfoss, Súðin, Esja, Lax-
fosn og Fagranes. Vöruflutninga-
skipin eru þessi: Fjallfoss, Reykja-
foss, Selfoss og Hermóður, Skeljung-
ur, Baldur frá Stykkishólmi og
Nonni frá Reykjarfirði. Varðskipin
eru Ægir og Óðinn. Björgunarskipið
er Sæbjörg of dráttarskipið Magni,
sem er eign Reykjavíkurhafnar.
Frá því haustið 1944, en þá er
skýrsla þessi tekin saman, hefur
skipunum fækkað um 2, og lesta-
talan lækkað um 822. Mótorskipum
fjölgaði á árinu um þrjú. Lestatala
þeirra hækkaði um 1252 lestir. Þá
voru á árinu tekin út af skipaskrá
19 mótorskip; þar af voru 8 rifin
eða talin ónýt, 6 farizt alveg, fjögur
strandað og eitt var selt úr landi.
Hafa þá bæzt við 22 mótorskip.
Gufuskipum hefur fækkað um 5 og
lestatala þeirra lækkað um 2074.
Skipin, sem fallið hafa af skra, eru
þessi: Farþegaskipið Dettifoss, sem
fórst við írland í janúar 1943,
botnvörpungurinn Þorfinnur, sem
seldur var til Færeyja. Línuveiðar-
inn Fjölnir, sem fórst við Skotland
í aprílmánuði og Iv. Málmey og
Sæfari, sem breytt var í mótorskip
á árinu.
Þess skal að lokum getið, að sam-
anlagður lestafjöldi skipastólsins
árið 1944 var 39.075 og árið þar áður
40.815. Hefur þvi smálestatalan á
þessum tveim árum lækkað um 2.562
lestir.