Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 158
152
Hjálp í viðlögum
Blóðuppköst.
Blóðið er dökkt og lifrað og
kemur frá maganum (Cmagasár).
Meðferð sjúklingsins er hin sama
og við blóðspýting; nema hvað hann
er látinn hvíla lágt með höfuðið.
Hafi sjúklingurinn orðið fyrir
slysi og hugsanlegt að um innvortis
beinbrot sé að ræða, riður á að fara
eins varlega með hann og unnt er,
og hreyfa hann helzt ekki fyrr en
næst í lækni. .
Sé hins vegar knýjandi nauðsyn
að flytja þann veika, verður að
gera það með mestu nærgætni, og
þannig að hinn særði líkamshluti
geti hvílzt hreyfingarlaust. Að öðr-
um kosti getur brotið farið úr lagi.
Beinbrot.
Einfalt beinbrot.
Brotinn limur er öðruvísi í lögun
en heill. Brotið veldm bólgu og
sársauka, en húðin er heil og ó-
skemmd.
1. Útlimurinn er afklæddur. Ef
nauðsyn krefur, eru ermar eða
skálmar klipptar eða skornar sund-
ur. Færið sjúklinginn varlega úr
jakkanum, heilbrigða handlegginn
á undan.
2. Hinn brotni útlimur er látinn
hvílast; handleggur í fatla (J). Sjá
bls. 153
Þurfi að flytja sjúklinginn, er
ef til vill nauðsynlegt að setja
spelkur við hinn brotna lim. Því
má haga þannig, að innst er til
fyllingar látið sjúkravatt, tuskur,
hálmur, hey eða þvíumlikt, allt eft-
ir því hvað fyrir hendi er. Því næst
eru spelkur lagðar við liminn, t. d.
reglustika, þykkar pappírsræmur,
prikstúfur og þessháttar. Spelkurn-
ar verða að vera svo langar, að þær
nái út yfir liðamótin, beggja megin
við beinbrotið, ef því verður þá við
komið. Sé t. d. fótleggurinn brotinn,
verða spelkurnar að ná upp fyrir
hnéð og niður fyrir fótinn. Spelk-
urnar og það sem innan undir er,
eru bundnar þétt að liminum með
léreftsræmu, treflum eða öðru, sem
nothæft er.
Opið beinbrot.
Húðin hefur rofnað og blæðandi
sár hefur myndazt; ef til vill standa
brotin bein út úr sárinu.
Búið um sárið með sótthreinsuð-
um umbúðum og reifið síðan út-
liminn eins og við einfalt (lokað)
beinbrot.
Reynið aldrei að ýta brotunum
inn aftur eða setja brotið saman.
Beinbrot sérstaks eðlis.
Viðbeinsbrot er all algengt. Hand-
leggurinn hangir þá máttlaus, öxlin
veitir fram. Handleggurinn er
studdur með breiðu bindi (I) og er
haldið að bolnum með öðru bindi,
sem vafið er kringum brjóstið.
Rifbeinsbrot veldur sársauka við
andardráttinn, sérstaklega ef and-
inn er dreginn djúpt. Við illkynjuð
rifbeinsbrot geta lungun særst, svo
blóð getur gengið upp úr sjúklingn-
um ef hann hóstar. Bundið er um
með breiðu bindi, laki, handklæði
eða þ. h. Vafið er þétt um brjóst-
kassa sjúklingsins og svo fest sam-
an með öryggisnælum.
Brot á hryggjarliðnum eða