Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 57
Stjörnufræði
51
Tímatal.
Margir þjóðflokkar hafa talið í tunglárum í stað þess að telja í sólárum,
eins og nú er gert. Babylóníumenn reiknuðu t. d. með 12 mánuðum með
ýmist 29 eða 30 dögum, til samans 354 dögum, í árinu. Rómverjar reiknuðu
með 10—12 tunglmánuðum í árinu þangað til Cæsar kom á júlíanska
tímatalinu árið 45; sama gerðu Tyrkir þangað til 1677 og aðrar múhameðs-
trúar þjóðir. En hjá öllum þessum þjóðflokkum var skotið inn meira eða
minna reglulega, annað hvort heilum mánuðum eða dögum, þannig að
tunglárið varð nokkurn veginn í samræmi við hið raunverulega sólár. Aðrar
þjóðir notuöu blandað tungl- og sólár. Grikkir reiknuðu t. d. með tímabili
með 2992 dögum = 99 mánuðum, sem skipt var niður á 8 ár, með ýmist
12 eða 13 mánuðum. En með tímanum reyndu menn að nálgast enn betur
hið raunverulega sólár, og fékkst að lokum gott samræmi. Einnig Gyðingar,
Indverjar, Kínverjar og forngermanskar þjóðir notuðu blandað tungl- og
sólára-tímakerfi, en komu á samræmi með því að skjóta inn á mismunandi
hátt þeim tímabilum, sem á vantaði. Aftur á móti töldu Egyptar tímann í
sólárum og höfðu þegar nokkrum öldum fyrir Kr. talið 365% daga i árinu.
í gregoríanska tímatalinu, sem nú er notað í flestum löndum, eru 365,
2425 dagar í árinu. Því var komið á 1582, á dögum Gregoríusar páfa 13.
og var um leið lagfært ósamræmið, sem skapazt hafði við það að til þessa
hafði verið reiknað með hlaupári fjórða hvert ár, undantekningarlaust.
Eftir gregoríanska timatalinu er hlaupár fjórða hvert ár, að undanteknum
þeim árum, sem hægt er að deila í með 100 en ekki með 400. Það er með
öðrum orðum hlaupár 1940, 1944, 1948 o. s. frv. og einnig árið 2000, en ekki
árið 2100, 2200 og 2300. Hér á landi hefur gregoríanska timatalið verið
notað frá því árið 1700.
hí
Bókaverzlun ísafoldar