Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 176
170
Kosningar
Fyrstu þingkosningar íslenzka lýðveldisins.
Alþingiskosningarnar 30. júní 1946.
í þessu yfirliti um alþingiskosningarnar 1946 er Reykjavík talin fyrst,
síðan tvímennings- og loks einmenningskjördæmi. — Úrslit kosninganna
urðu annars þessi: Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 26.428 atkvæði og 19
kjördæmakjörna þingmenn, einn uppbótarþingmann. Framsóknarflokkur-
inn hlaut 15429 atkvæði og 13 þingmenn kjörna, engan uppbótarþingmann.
Sósíalistaflokkurinn fékk 13049 atkvæði og fimm þingmenn kjörna, hann
hlaut fimm uppbótarþingmenn. Alþýðuflokkurinn hlaut 11914 atkvæði og
fjóra þingmenn kjörna. Hann fékk fimm uppbótarþingmenn. (Um upp-
bótarþingmenn sjá síðar). Hlutfallstala kosninganna var 1186 11/13, sem er
mejðaltal atkvæða á hvern kjörinn þingmann Framsóknarflokksins.
í þessu yfirliti verður farið þannig að, að í Reykjavík og tvímennings-
kjördæmunum verða listarnir merktir með bókstaf aðeins. Listabókstafirnir
voru sem hér segir: A-listi Alþýðuflokkur, B-listi Framsóknarflokkur, C-listi
Sósíalistaflokkur (kommúnistar), og D-listi Sjálfstæðisflokkm-.
Reykjavík.
A-listinn hlaut 4570 atkvæði og
einn mann kjörinn, Gylfa Þ. Gísla-
son dósent.
B-listinn hlaut 1436 atkvæði og
engan mann kjörinn.
C-listinn hlaut 6990 atkvæði og
þrjá menn kjörna, þá Einar Olgeirs-
son, Sigfús Sigurhjartarson og Sig-
urð Guðnason.
D-listinn hlaut 11590 atkvæði og
fjóra menn kjörna, þá Pétur Magn-
ússon fjármálaráðherra, Hallgrím
Benediktsson, Sigurð Kristjánsson
og Jóhann Hafstein.
Við haustkosningarnar 1942 voru
atkvæðatölur flokkanna og þing-
mannatölur i Reykjavík þessar: A-
listinn, Alþýðuflokksins, hlaut 3303
atkvæði og einn mann kjörinn,
Stefán Jóhann Stefánsson.
B-listi, Framsóknarflokksins, hlaut
945 atkvæði og engan mann kjörinn.
C-listi, Sósíalistaflokksins (komm-
únina), hlaut 5980 atkvæði og þrjá
menn kjörna, þá Einar Olgeirsson,
Brynjólf Bjarnason og Sigfús Sig-
urhjartarson.
D-listi, Sjálfstæðisflokksins, hlaut
8292 atkvæði og fjóra þingmenn
kjörna, þá Magnús Jónsson, Jakob
Möller, Bjarna Benediktsson og
Sigurð Kristjánsson.
Tvímenningskjördæmi.
A. Árnessýsla. Þar komu að þessu
sinni fram 5 listar, þar sem Bjarni
Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni
bauð sig fram ásamt fleirum sem
óháðan Framsóknarmann. Nefndist
þessi listi E-listi. Úrslit kosninganna
urðu þessi, (aftan við tölur frá síð-
ari kosningum, 1942).