Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 157
Hjálp í viðlögum
151
2. Afhjúpið sárið, ef nauðsynlegt
er, eru fötin, t. d. buxnaskálm eða
annað klippt í sundur.
3. Vefjið þröngum umbúðum um
sárið.
Ef blóðrennslið stöðvast ekki og
blóðið rennur 1 gegnum umbúðirn-
ar, verður að stöðva rennslið með
æðaþrýstingu.
Æðaþrýstingur er fólginn í því,
að slagæðinni er þrýst saman milli
sársins og hjartans og á þann hátt
stöðvuð blóðrás að sárinu.
Með fingrunum má finna æða-
slögin, og slagæðarnar er hægt að
finna og loka með þrýstingi þar,
sem sýnt er á myndinni og merkt A.
Á gagnauganu: Rétt fyrir framan
eyrað, sem svarar fingurbreidd
yfir hlustaropinu.
Á háisinum: Milli hálsvöðvanna,
rétt við hliðina á barkakýlinu.
Þrýstið inn að hálsliðunum (B).
í handarkrikanum: í handarkrik-
anum upp við upphandleggs-
_ beinið (C).
Á upphandleggnum: A miðjum
_ handleggnum innanverðum (D).
Á lærinu: Innanfótar á lærinu,
handarbreidd frá klofinu. Þrýstið
inn að lærleggnum (E).
Hvernig þrýst er.
Slagæðinni er þrýst með öðrum
eða báðum þumalfingrum af öllu
afli inn að legg eða lið.
Slagæðablæðingar fyrir neðan
olnbogann má stöðva með því að
láta lítinn vattpúða í olnbogabót-
ina, samanbrotinn vasaklút eða
þessháttar, krepp síðan handlegg-
inn eins og hægt er og bind fast um
hann í þeirri stellingu með trefli
eða öðru slíku, sem fyrir hendi
er (F).
Við blæðingu fyrir neðan hnéð
er farið með fótlegginn á sama
hátt (G).
Ef þetta gagnar ekki má reyna
að binda fast um upphandlegg eða
lær með teygjubandi, gúmmíslöngu
eða þvíumlíku (H).
Sé ekkert slíkt fyrir hendi, má
reyna aðra aðferð:
Handklæði, vasaklút eða öðru
slíku er tvívafið um upphandlegg-
inn (lærið). Fyrri vafningurinn sé
þröngur, sá síðari slakur, og end-
arnir hnýttir saman. Þá er stungið
staf eða blýanti undir slaka vafn-
inginn og snúið upp á, þar til hæfi-
lega er hert að og blæðingin stöðv-
uð (I).
Blóðnasir.
Sá, sem blóðnasir fær, er látinn
setjast og halla höfðinu aftur á bak.
Nösinni, sem blæðir úr, er lokað
með því að þrýsta að með fingr-
inum, ellegar troða sótthreinsuðu
vatti í nasirnar.
Kaldur, votur klútur eða svampur
er lagður á nefið og ennið.
Blóðspýtingur.
Blóðið er ljóst að lit og freyðir.
Blóðspýtingur stafar annað hvort
af meiðslum 1 brjóstholinu ellegar
lungnaberklum.
1. Fötum hins veika er hneppt
frá og hann síðan lagður á bakið
með hátt undir herðum og höfði.
2. Ef því er við komið, er mulinn
ís látinn í munn hins sjúka. Sé
púlsinn veikur og sjúklingurinn virð-
ist ætla að missa meðvitundina, er
honum gefið inn hressingarlyf, t. d.
nokkrir kamfórudropar, eða ögn af
vínanda.