Goðasteinn - 01.09.1988, Page 37

Goðasteinn - 01.09.1988, Page 37
Brennumenn spurðu, hvort þar færi maður, en komust að þeirri niðurstöðu að Skarphéðinn hafi kastað eldstokki að þeim. Kári hljóp þar til hann kom að læk einum, kastaði sér í og slökkti á sér eldinn, hljóp síðan í gróf nokkra og hvíldi sig. Er þar síðan kölluð Káragróf. Að vísu er ekki löng vegalengdin frá bæjarstæðinu að Káragróf, en ef við hugsum okkur þetta svona er merkilegt samræmi í allri brennulýsingunni. XV. Hér skammt fyrir vestan eru Álfhólar, sá bær sem í Njálu er kallaður Hólar. Sagt er að Grímur og Helgi fóru til Hóla og sögðu föður sínum að þeir kæmu ekki heim um kvöldið. En í Hólum voru konur fátækar og sögðu þau tíðindi að allt væri á ferð og flaug í Fljótshlíð og af því réðu þeir Helgi og Grímur að Flosi væri kominn í héraðið og Helgi mælti: „Þá mun Flosi kominn austan .... og skulum við Grímur vera þar sem Skarphéðinn er.” Njáll og synir hans geta engu liði safnað sér til stuðnings. í ná- grenninu eru þrír goðar, Mörður er einn þeirra og ekki liðsinnir hann. Þingmenn Höskuldar eru í nágrenninu og ekki leggja þeir Njálssonum lið. I austri er svo Runólfur í Dal. XVI. Vart er unnt að kveðja svo sögustaði Njálu sunnanlands að ekki sé komið við á Þingvelli við Öxará. Hins vegar gerist þar svo margt í sögunni að engin leið er að rekja allt. Eitthvað ætlar Jón þó að segja okkur. Löng upptalning yrði að nefna alla þá atburði í sögunni sem á Þingvöllum gerast. Hér verður það ekki reynt. Þó kýs ég að minnast á einn örlagaríkan þátt, sem gerist í tengslum við bardagann á Alþingi eftir málaferli vegna Njálsbrennu. Við erum staddir á spönginni, þessu sérkennilega og rammgerða virki á Þingvöllum. Út hingað liggur mjótt haft. Gjárnar eru báðum megin og sameinast norðan megin þannig að hér geta menn með vopnabúnaði þeirra tíma varist ofurefli með þvi einu að verja þetta mjóa eyði. Flosi er mikill hershöfðingi eins og kemur fram hvað Goðasteinn 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.