Goðasteinn - 01.09.1991, Page 14
Þórður Tómasson:
„Húrra fyrir Rangæingum”
Stjórnmál og stjórnmálaflokkar í nútíðarmerkingu eiga sér ekki langa
sögu á íslandi. Ferilinn má rekja til endurreisnar Alþingis 1845 þar sem
Jón Sigurðsson gerðist mikill foringi og safnaði um sig sveit manna.
Baráttan snerist um stjórnfrelsi og endurheimt fornra landsréttinda.
Undir aldamótin 1900 fer harka að færast í leikinn er tvær harðsnúnar
fylkingar takast á um stefnu og takmark í stjórnmálum þjóðarinnar,
Heimastjórnarmenn og Valtýingar. Fullt sjálfstæði landsins er þá enn
ekki áoddi. Heimastjórnarmenn berjast fyrir því að landið fái innlendan
ráðherra, búsettan í Reykjavík, er fari með mál þess í danska ríkinu,
Valtýingar telja þá leiðina vænlegri að ráðherrann hafi aðsetur í höfuð-
borg ríkisins, Kaupmannahöfn.
Dr. Valtýr Guðmundsson, leiðtogi Valtýinga, bar fram stjórnarskár-
frumvarp um þetta á Alþingi 1897. Það var fellt eftir harðar deilur með
litlum atkvæðamun. Hófst þá mikill áróður í blöðum og manna á milli
með og móti frumvarpinu.
Magnús Torfason sýslumaður Rangæinga frá 1894, ungur maður og
framsækinn, snerist til liðs við Valtýinga og gerðist foringi þeirra hjá
Rangæingum. A sömu sveif hölluðust ýmsir áhrifamenn í héraði. Má
þar nefna til Eyjólf Guðmundsson í Hvammi, sr. Ólaf Finnsson í Kálf-
holti, Sigurð Guðmundsson í Vetleifsholtshelli, síðar á Selalæk, Grím
Thorarensen í Kirkjubæ, Tómas Böðvarsson á Reyðarvatni, Runólf
Halldórsson á Syðra-Rauðalæk, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli,
sr. Skúla Skúlason í Odda og Einar Árnason í Miðey.
12
Goðasteinn