Goðasteinn - 01.09.1991, Page 15
Þingmenn Rangæinga á þinginu 1897 voru þeir Þórður Guðmundsson
í Hala og Sighvatur Arnason í Eyvindarholti, sem þá hafði setið á Al-
þingi í 27 ár. Sighvatur var aldurhniginn, er hér var komið sögu (f.
1823), en hélt í öllu áliti og virðingu innan þings og utan. Báðir þing-
mennirnir voru í flokki Heimastjórnarmanna undir fbrystu hins at-
kvæðamikla skörungs Benedikts Sveinssonar sýslumanns. Fylgi
Heimastjórnarmanna var mest um austanverða sýsluna. Meðal helstu
áhrifamanna þeirra voru þá þeir Hjörleifur Jónsson í Skarðshlíð, Sig-
urður Halldórsson í Skarðshlíð, Þorvaldur Bjarnarson á Þorvaldseyri,
Kjartan Einarsson prófastur í Holti, Jón Sveinbjarnarson á Ásólfsskála,
Vigfús Bergsteinsson á Brúnum, Tómas Sigurðsson á Barkarstöðum, sr.
Eggert Pálsson á Breiðabólstað og Margrét Ólsen læknisfrú á Stórólfs-
hvoli. Hún var hugar síns ráðandi í öllu. Ein rök hennar í umræðu voru
þau að íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn væru upp til hópa Heima-
stjórnarmenn og þeir hefðu jafnan fylgt réttum málstað landsins í stjórn-
málabaráttunni. Maður hennar, Ólafur Guðmundsson héraðslæknir,
hafði sig minna í frammi í átökum þessara ára.
Glöggt var að mjótt yrði á munum um þingfylgi Heimastjórnarmanna
og Valtýinga á Alþingi 1899. Bak við tjöldin réðu Valtýingar ráðum um
það hversu þeir gætu eflt áhrif sín í næstu átökum. Kom þar til álita hvort
ekki myndi hægt að fá Sighvat í Eyvindarholti til að falla frá þingsetu
og koma svo á aukakosningu í Rangárvallasýslu. Taldist þá líklegt að
Magnúsi Torfasyni tækist að vinna þingsætið.
Sighvatur í Eyvindarholti var sýslunefndarmaður Vestur-Eyjafjalla-
hrepps. Sýslufundur Rangárvallasýslu hófst að Stórólfshvoli þann 5.
mars 1899. Varðveitt er greinargerð Sighvats um hann, birt í 35. tbl.
Þjóðólfs 1899. Segir þar m.a.: ,,Fundurinn stóð yfír í 3 daga og bar ekk-
ert óvanalegt til tíðinda tvo fyrstu dagana en þegar leið á þriðja daginn
og mál þau búin sem á dagskrá voru stóð sýslunefndarmaður Hvol-
hrepps upp og lagði þá spurningu fyrir mig hvort það væri satt að ég væri
í efa um að fara til þings en ég neitaði því. Þá spyr hann mig hvort ég
ætlaði að halda fast við atkvæði mitt á síðasta þingi í stjórnarskrármálinu
og jataði ég því. Þar næst bar oddvitinn undir atkvæði annara fundar-
manna hvort þeir vildu ekki binda enda á stjórnarbaráttuna með því að
aðhyllast stjórnartilboðið 1897 og játuðu því allir nema sýslunefndar-
maður Austur-Eyjafjallahrepps sem fór nokkrum orðum um hver fjar-
Goðasteinn
13