Goðasteinn - 01.09.1991, Page 21
bertsson verslunarstjóra. Báðir kváðu upp úr með það að það eitt myndi
búa undir ferð Sigurjóns að bægja þeim frá kjörfundinum á Stór-
ólfshvoli.
Komst þá góður skriður á Fjallamenn, þeir bjuggust þegar til land-
ferðar. Eyjamenn buðust til að setja með þeim bátinn yfir Eiðið tækist
þeim ekki að berja austur fyrir Bjarnarey móti vindi og öldu. Sigurjón
vissi glöggt hverju fram fór en gaf sig ekki að og sat eftir. I stað hans
réðist til landferðar Högni Sigurðsson á Seljalandi undir Eyjaföllum, þá
nýfluttur til Vestmannaeyja, öruggur Heimastjórnarmaður.
Þeir félagar áttu crfiðan barning austur að Bjarnarey. Þar settu þeir
upp segl og sigldu sem tók í átt til iands. Um nóttina lentu þeir heilu og
höldnu fram af Nýjabæ undir Eyjafjöllum heimkomu fegnir.
Daginn eftir, þann 17. júní, reið að kalla hver atkvæðisbær maður und-
ir Eyjafjöllum á kjörfundinn á Stórólfshvoli og að auki margt ungra
mann sem áhuga höfðu á úrslitum kosningar. í byrjun kjörfundar lögðu
Vigfús Bergsteinsson á Brúnum og Tómas Sigurðsson á Barkarstöðum
fram undrskriftaskjöl Eyfellinga og Fljótshlíðinga með áskorun til Sig-
hvats í Eyvindarholti með að gefa á sér kost til þingmennsku. Sighvatur
lýsti því þá yfir að hann tæki við þessari áskorun. Sr. Eggert Pálsson
tók þá til máls og flutti greinargóða ræðu um viðhorf sitt til stjórnmála
og framboða. Þá llutti Magnús Torfason framboðsræðu sína. Að henni
lokinni lýsti sr. Eggert því yfir að hann tæki framboð sitt aftur og hafði
áður skorað á kjósendur að kjósa Sighvat í Eyvindarholti ef ekki yrði
kosið um sig. Fleiri tóku til máls á kjörfundinum. Við var brugðið
snjallri ræðu Jóns Sveinbjarnarsonar. Kvaðst hann í lok hennar taka sér
í munn orð Marteins Lúthers: ,,Hér stend ég og get ekki annað. Guð
hjálpi mér! Amen!”
Hófst svo kosning. Ingvar í Hellnahóli og hásetar hans komu í seinna
lagi á kjörfund, höfðu sofið sig út eftir næturferðina. Mælt er að Ingvar
hafi uppi haft söguna um Eyjaferðina, er hann kom á kjörfundinn, og
ekki dregið af rómi. Hafði Magnús sýslumaöur þá sagt: ,,Það er betra
að vera ekki fyrir þegar Fjallavargurinn kemur.” Kosið var í heyranda
hljóði. Helgi Árnason á Grímsstöðum í Landeyjum var rómsterkur
maður og sagði svo að bar upp yfir allra manna mál er að honum kom:
,,Ég kýs Sighvat Árnason dannebrogsmann í Eyvindarholti undir Eyja-
fjöllum.” Allir Útfjallamenn og flestir Austurtjallamenn kusu Sighvat.
Goðasteinn
19