Goðasteinn - 01.09.1991, Page 25
Jón R. Hjálmarsson:
Aldrei gleymast
akrarnir bleiku
Bogi Nikolásson, íyrrum bóndi á Hlíðarbóli í Fljótshlóð, nú búsettur
á Selfossi, segir frá í samtali á útmánuðum 1991.
Ég er fæddur hinn 10. apríl 1912 á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Var ég átt-
unda og yngsta barn foreldra minna, sem voru hjónin Nikolás Þórðar-
son, bóndi og kennari, og Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir, fædd 1868 á
Meðalfelli í Kjós, en ólst upp á Sogni. Faðir minn var fæddur árið 1861
að Tungu í Fljótshlíð. Hann aflaði sér talsverðrar menntunar, sem var
fágætt meðal sveitapilta á þeim árum, og varð gagnfræðingur frá
Möðruvöllum árið 1888. Eftir það starfaði hann mikið að kennslu og
byrjaði sem heimiliskennari á Grímsstöðum á Fjöllum veturna 1888 til
1891, en vann þau sumur á Möðruvöllum og einnig í Garði í Mývatns-
sveit og ef til vill víðar sem kaupamaður. Eftir það fluttist hann suður
til átthaganna og var kennari í Fljótshlíð árin 1891—97. Þá kvæntist hann
og hóf búskap á Unhól í Þykkvabæ, þar sem hann bjó á árunum 1897
til 1902. Jafnframt var hann kennari þar í sveit 1901—02. Þau foreldrar
mínir fluttust úr Þykkvabænum og hófu búskap 1902 á Kirkjulæk í
Fljótshlíð, sem þau höfðu þá fest kaup á. Þar voru þau síðan alla tíð,
meðan bæði lifðu. í Fljótshlíðinni var faðir minn aftur kennari á árunum
1901—09 og enn 1922—27, er hann féll frá. Hann hafði einnig kynnt sér
lækningar hjá Boga lækni Péturssyni í Kirkjubæ og stundaði talsvert
læknisstörf meðfram búskap og kennslu. Mat hann Boga lækni mikils,
en ekki var ég þó skírður eftir honum, heldur Boga Benediktssyni í
Hrappsey á Breiðafirði, forföður mínum.
Goðasteinn
23