Goðasteinn - 01.09.1991, Side 26
Svo sem fyrr sagði vorum við systkinin á Kirkjulæk átta að tölu. Elst
var Sigríður Anna Elísabet, húsmóðir á Þórunúpi í Hvolhreppi. Þá
komu Páll, bóndi á Kirkjulæk, Guðrún Halldóra, húsmóðir í Múlakoti,
Ragnheiður, húsmóðir á Sámsstöðum, Bryndís, húsmóðir á Miðhúsum
í Hvolhreppi, Þóra, húsmóðir í Hveragerði, Geirþrúður Fanney, versl-
unarmaður í Reykjavík, og loks ég sem rak lestina í þessum barnahópi.
Af þessum systkinum erum við Bryndís nú aðeins eftir á lífi.
Eg sótti nám í barnaskóla sveitarinnar, sem þá var haldinn í þinghúsi
hreppsins við Grjótá, en þar hafði verið rjómabú sveitarinnar frá 1904
í allmörg ár. I þessum skóla naut ég kennslu föður míns til fjórtán ára
aldurs og fermdist svo vorið 1926. Árið eftir andaðist faðir minn.
Mamma bjó áfram í eitt ár með okkur börnunum, en síðan hætti hún
og Páll, bróðir minn, tók við jörðinni. Bjó hann þar síðan til dánardæg-
urs og svo synir hans eftir hann og gera enn. Svo sem gefur að skilja
vandist ég ungur öllum venjulegum störfum eins og þá gerðust við bú-
skap í sveit. Ungur tók ég líka mikinn þátt í ýmsu félagslífi, sem þá var
öflugt í Fljótshlíð. Meðal annars starfaði þar kröftugt ungmennafélag og
gerir sjálfsagt enn. Þetta félag beitti sér fyrir íþróttum, leiksýningum,
skemmtiferðum eins og inn á Þórsmörk og fleira og fleira.
Minnistætt er mér frá æskuárum, þegar ég fékk að fara í fyrsta sinn
í göngur, en það var fermingarárið mitt. Það hafði verið viðtekin regla
að merin færu ekki á fjall fyrr en þeir væru orðnir nokkuð fulltíða og
helst komnir um tvítugt. En það var fjallkóngurinn, Þorsteinn í Hall-
skoti, sem bjargaði málinu. Tók hann mig undir sinn verndarvæng, svo
að ég fékk að fara þetta ungur í göngur á Grænafjall. Þetta voru nokkuð
langar göngur, því að við lögðum upp á gangnasunnudaginn og komum
ekki fram með safnið fyrr en á fimmtudagsmorgni. Náttstað höfðu fjall-
menn ýmist á Hellisvöllum eða inni við Hellra, sem kallað var. Þar var
hafst við í tjöldum eða hellisskútum sem eitthvað var hlaðið fyrir fram-
an. Leitarmannahúsið á Einhyrningsflötum, sem nú er notað, var ekki
reist fyrr en löngu eftir þetta. Oft fór ég í göngur eftir þetta og varð vel
kunnugur afréttinum, en fyrsta fjallferðin mín árið 1926, fmnst mér allt-
af í endurminningunni hafi verið skemmtilegust. Margar reimleikasög-
ur voru sagðar í þessum férðum. Á Hellisvöllum þóttust menn verða
varir við ýmislegt óhreint og meðal annars átti einfótungur og fleira yf-
irnáttúrulegt að hafa sést þar öðru hverju. Þá var líka eitthvað á sveimi
24
Goðasteinn